30.03.2016
Isavia hefur loksins svarað mótmælum FÍB við fyrirhuguðum ofurhækkunum bílastæðagjalda við Leifsstöð. Svarið er undirritað af forstjóranum; Birni Óla Haukssyni og er efnislega samhljóða því sem áður hefur komið fram, m.a. á heimasíðu Isavia og í viðtölum fjölmiðla við fréttafulltrúa ríkisfyrirtækisins um að tekjur af einstökum rekstrarþáttum Keflavíkurflugvallar skuli standa undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er
30.03.2016
Svo virðist sem ofurhækkanir Isavia á bílastæðagöldum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eigi að taka gildi á föstudaginn kemur, þann 1.apríl. Stjórn FÍB hefur mótmælt hækkununum í bréfi sem sent var stjórn og forstjóra Isavia, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra 12. febrúar sl. Hvorki Isavia né fjármála- og innanríkisráðherra hafa virt FÍB svars.
29.03.2016
Subaru frumsýndi framleiðsluútgáfu nýrrar kynslóðar hinnar vinsælu Impreza-gerðar á bílasýningunni í New York um páskana. Sala í USA er að hefjast á nýja bílnum en á Evrópumarkað kemur nýja Imprezan í fyrsta lagi undir lok árs 2017.
28.03.2016
Könnun FÍB dagana fyrir páska staðfestir jákvæða neytendahegðun gegn tryggingafélögunum. Rúmlega eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni og sögðust 43% hafa leitað tilboða í tryggingar sínar nýlega og flestir fengið lækkun iðgjalda. 45% sögðust eiga eftir að leita tilboða í því skyni að fá betri kjör á tryggingunum.
23.03.2016
Bandaríska leyniþjónustan FBI og umferðaröryggisstofnunin NHTSA sent út viðvörun til bíleigenda og bílaframleiðenda. Í henni er varað við því að bílar séu stöðugt að verða tölvu- og netvæddari og þar með viðkvæmari fyrir árásum tölvuhakkara.
23.03.2016
Ford Motor Co ætlar að endurbæta bílaverksmiðju sína í Suður-Rúmeníu fyrir 200 milljón evrur og framleiða þar síðan nýjan jeppling; Ford EcoSport.
22.03.2016
Nokkrar undirgerðir svonefndra N47 dísilvéla í BMW bílum (alls ekki allar) geta haft þann galla að slaki kemur á tímakeðjuna í vélinni. Þegar það gerist getur það endað með því að keðjan fer útaf tannhjólum sínum og vélarnar eyðileggjast gersamlega.
21.03.2016
Ný uppfærsla Nissan Leaf með 30 kWst. rafhlöðum í stað 24 kWst. er kominn á Evrópumarkað. Með nýju rafhlöðunum hefur drægið aukist úr ca 200 km í 250 km.
16.03.2016
„Stundum getur Skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt,“ segir m.a. í ritstjórnarpistlinum Skjóðan í Markaðinum, blaðhluta Fréttablaðsins í dag um viðskipti.
16.03.2016
Reuters fréttastofan hefur eftir þýska blaðinu Bild í dag að það muni dragast um minnst sex vikur enn að hefja innkallanir um 2,5 milljón dísilbílum VW í Þýskalandi til að lagfæra svikahugbúnað bílanna.