Fréttir

Suzuki Ignis endurreistur

Hábyggði smábíllinn Suzuki Ignis var talsvert algengur hér á landi um tíma upp úr aldamótunum. Hann fyrirfannst í nokkrum útgáfum; tveggja og fjögurra dyra, framdrifinn eða fjórhjóladrifinn og meira segia í sérstakri nokkuð frískri sportútgáfu.

The Grand Tour frá gamla TopGear þremenningasambandinu

Eins og margir minnast efalaust þá samdi gamla strákagengið í TopGear við Amazon um gerð nýrrar þáttaraðar í anda TopGear. Það gerðist eftir að búið var að reka Jeremy Clarkson og þeir Richard Hammond og James May búnir að segja upp hjá BBC í kjölfarið.

Opel Ampera-e – kemst hann 400 eða 500 km?

Þótt Ford, Mazda og Volvo taki ekki þátt í bílasýningunni í París sem opnuð var almenningi sl. laugardag, þá er Opel á staðnum og sýnir m.a. hinn nýja rafbíl Opel Ampera-e. Hann er nú, eftir að búið er að eyðslumæla hann samkvæmt NEDC-staðlinum, sagður komast 500 km á rafhleðslunni sem er 100 km betra en áður hefur verið sagt.

Ford, Mazda og Volvo sýna ekki í París

Bílasýningin í París stendur nú yfir. Hún er haldin annað hvert ár til skiptis við sýninguna í Frankfurt. Athygli vekur að þrír mikilvægir bílaframleiðendur eru ekki með í París að þessu sinni. Þeir eru Ford, Volvo og Mazda.