Fréttir

Ekki meira ókeypis rafmagn

Fram að þessu hefur rafmagnið á hraðhleðslustöðvum Tesla verið ókeypis. Alveg ókeypis verður það ekki lengur frá og með nýju ári framundan. Þá fellur hið gamla auglýsingaslagorð Tesla, ,,Alltaf ókeypis” niður og Tesla-eigendur verða að greiða fyrir orkuna á bíla sína.

Farsímanotkun í akstri tekur fjögur mannslíf

Breskur vörubílstjóri hefur hlotið 10 ára fangelsisdóm fyrir að hafa verið með allan hugann við farsíma sinn í stað akstursins. Hann olli með háttalagi sínu stórslysi þar sem móðir og þrjú börn hennar létu lífið og margir slösuðust alvarlega

Áður ókunnur pústsvindlbúnaður uppgötvast hjá Audi

Bandaríska loftgæðastofnunin CARB (California Air Resources Board) hefur uppgötvað áður óþekktan búnað til að falsa niðurstöður mengunarmælinga á dísilbílum. Reuters fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir þýska vikublaðinu Bild am Sonntag

Stjórnendur VW í Svíþjóð yfirheyrðir af lögreglu

Tæplega tugur af æðstu stjórnendum Volkswagen í Svíþjóð hafa verið yfirheyrðir af lögreglu út af dísilpústsvindlinu. Það er tímaritið Motor í Svíþjóð sem greinir frá þessu.

Bílar, fólk og framtíðin

Staðan og hvert stefnir? Hvernig er ökutæki framtíðarinnar? Hvernig verða vegir framtíðarinnar? Áhrif og breytingar sem geta orðið á daglegt líf okkar? Hver mun eiga upplýsingarnar um ferðir okkar? Mun eiginlegur ökumaður heyra sögunni til?

Fjórir af hverjum 10 nýskráðum bílum í Noregi í október voru rafbílar

Rúmlega fjórir af hverjum tíu Norðmönnum sem keyptu nýja bíla í október sl. fengu sér rafbíla. Undanfarna mánuði hefur þeim sem velja rafmagns- eða tvinnbíla hlutfallslega fjölgað en þeim að sama skapi fækkað sem velja dísilbíla. Fyrir áratug voru dísilbílar 75% nýskráðra bíla. Nú eru þeir 25%.

Láttu ljós þitt skína!

Á sérhverju ári deyja yfir 800 börn, 15 ára og yngri, í umferðarslysum í Evrópu og 100 þúsund slasast. Hjólandi og fótgangandi börn eru sá aldurshópur sem er hættast við slysum í umferðinni, sérstaklega í skammdeginu. Skammdegið er mesti slysatími þessa aldurshóps. Mikið liggur því við að fólk sé sýnilegt í umferðinni.

HÆTTA! Svartklætt fólk með heyrnartól í eyrum og án endurskins í myrkrinu

Endurskinsmerki á fatnaði gangandi í umferðinni eru sjaldséð á þessu hausti. Þegar svo við bætist að algengustu litir vetrarfatnaðar eru dökkir og að mjög margir, einkum ungir vegfarendur eru oft með heyrnartól í eyrum að hlusta á tónlist og heyra því ekki í umferðinni í kring um sig, þá er hætta á ferðum.