13.03.2017
Á fjölmennri ráðstefnu um rafbílavæðinguna sem Samtök rafverktaka og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á Grand Hótel fyrir helgina kom fram að mjög spennandi hlutir eru að gerast tengdri rafbílavæðingunni á næstu árum.
12.03.2017
BL kynnti um helgina nýjan kost í flóru rafbíla hjá umboðinu og lagði fjöldi fólks leið sína á kynninguna. Bíllinn vakti mikla athygli og margir lögðu inn pantanir.
10.03.2017
Stjórnendur Volkswagen verksmiðjanna hafa gefið út að fyrir árið 2025 verði einn af hverjum sex bíla í þeirra framleiðslu eingöngu rafknúnir. Það samsvarar um einni milljóna bíla í sölu á ári. Þar mun Volkswagen I.D. fara fremstur í flokki. Rafbílar er engin nýjung hjá Volkswagen en fyrirtækið bjó fyrstu rafbílana til fyrir meira en 30 árum síðan.
10.03.2017
Um 58% Íslendinga eru á móti vegatollum, sem notaðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu á því svæði á Íslandi sem þeir yrðu innheimtir á meðan um 42% segjast vera hlynnt þeim. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu sem fram fór dagana 24. febrúar til 6. mars.
09.03.2017
Orka náttúrunnar og N1 ætla í sameiningu að reisa hlöður fyrir rafbíla meðfram helstu þjóðvegum landsins. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa skrifað undir samkomulag um að hlöður ON rísi á afgreiðslustöðvum N1 víðsvegar um land.
09.03.2017
Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um meira en 15 prósent í febrúar sem er gríðarlega mikil aukning, en fyrir ári var líka slegið met í aukningu í umferðinni en nú er aukningin enn meiri. Þetta kemur fram í könnun sem Vegargerðin gerði.
08.03.2017
Volvo verksmiðjurnar greindu frá því i vikunni að velta fyrirtækisins hefði aukist um 5,7% í febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári. Vöxturinn var töluverður í Evrópu og Asíu í febrúar en á sama tíma féll hann í Bandaríkjunum.
07.03.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,6 prósent í febrúar miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 7,4 prósent. Útlit er fyrir að umferðin í ár gæti þá aukist um fimm prósent. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
06.03.2017
Peugeot 3008 er bíll ársins í Evrópu 2017 en þetta var tilkynnt á bílasýningunni sem hófst í Genf í Sviss í dag. Þessi útnefning þykir ein sú virtasta í bílaheiminum en bíllinn hefur vakið verðskulduga athygl. Í öðru sæti var Alfa Romeo Giulia og í þriðja sæti hafnaði Mercedes E-class.
06.03.2017
Þó nokkrar hræringar eiga sér stað um þessar mundir í eignarhaldi hjá bílaframleiðendum. Nú hefur verið tilkynnt opinberlega um yfirtöku franska bílaframleiðandans PSA á dótturfélagi General Motors í Evrópu en meðal vörumerkja í eigu GM í Evrópu eru bílamerkin Opel og Vauxhall.