Fréttir

Framkvæmdir hefjast strax um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurveg

Skrifað hefur verið undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurveg. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í reynd eru verktakar þegar byrjaðir og hafa komið nú þegar upp vinnubúðum á svæðinu. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.

Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið á árinu

Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Alls voru nýskráðir 69 Mercedes-Benz bílar í janúar og febrúar samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlutdeild hér á landi í flokki lúxusbíla.

Ökutækjasala hjá BMW Group eykst fyrstu mánuði ársins

Sala nýrra bíla hjá framleiðendum BMW Group hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Í febrúar voru samtals 169.073 bílar frá BMW, Mini og Rolls-Royce nýskráðir á mörkuðum heimsins, 3,1% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þar af seldi BMW 147.789 bíla. Þá jókst sala á nýjum Mini í febrúar um 3,2% þegar alls voru nýskráðir 21.045 bílar.

Suzuki Ignis vakti athygli

Fjölmargir lögðu leið sína í Suzuki-umboðið um helgina þegar frumsýndur var Suzuki Ignis. Bíllinn er fjórhjóladrifinn örjeppi sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stenst nútímakröfur um sparneytni og þægindi í akstri.

Renault kynnti sérstaka sportútgáfu á rafmagnsbílum

Á alþjóðlegu bílasýningunni sem lauk í Genf um helgina kynnti Renault nokkrar spennandi nýjungar. Þar á meðal er hugmynd að sérstakri sportútgáfu á rafmagnsbílnum ZOE sem brúa á bilið milli götuútfærslu ZOE og rafknúna kappakstursbílsins Renault Formula E.

Erlendir ferðamenn óku bílaleigubílum 540 milljónir km á Íslandi árið 2016

Í skýrslu um Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016 og birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram áhugaverð notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hér á landi á síðasta ári. Greinagerðin er unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf með stuðningi rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar. Spurningar voru lagðar fyrir ferðamenn þegar þeir yfirgáfu landið í Leifsstöð og var hlutfall karla og kvenna í könnunni nær jafnt.

Hátt í 800 þúsund manns hafa sótt bílasýninguna í Genf

Bílasýningunni í Genf í Sviss lýkur um helgina en hún hefur staðið yfir frá 9. febrúar. Þetta var í 87. skipti sem þessi bílasýning er haldin og vekur hún ávallt geysilega mikla athygli.

Yfir helmingur sænskra ökumanna vill bann við notkun síma undir stýri

Sænskir ökumenn koma einna verst út í Evrópu þegar notkun á farsíma undir stýri er skoðuð. Nýleg könnun leiddi í ljós að fjórir af hverjum tíu ökumönnum í Svíþjóð nota símann í akstri.

Nýtt útlit í tilefni af 10 ára afmæli Qashqai á Evrópumarkaði

Í tilefni af 10 ára afmæli Qashqai á Evrópumarkaði fagnar Nissan áfanganum með kynningu á uppfærðri og afar vel útbúinni útáfu á þessum mest selda sportjeppa álfunnar. Afmælisútgáfan var kynnt á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir.

Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengitvinnbíllinn

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi samkvæmt opinberum tölum og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 og fyrstu tvo mánuði ársins 2017.