Fréttir

Allt að 270 prósent verðmunur

Innkoma Costco á íslenska markaðinn hefur haft mikil áhrif á vöruverð. FÍB hefur áður borið saman verð á nokkrum bílavörum, frá sama framleiðanda, annars vegar hjá Costco og hins vegar hjá öðrum rótgrónum íslenskum verslunarfyrirtækjum. Hér undir er samanburður á verði einnar vöru sem margir þekkja eða WD-40 í 450 ml spreybrúsa með strái. Eftir helgi mun FÍB upplýsa um verðsamanburð á fleiri bílavörum.

Höldum fókus

Átakið Höldum fókus 3 stendur yfir dag­ana 18.-23. ág­úst. Sjóvá, Sam­göngu­stofa, Sím­inn og Tjarn­ar­gatan standa fyrir átak­inu en markmið þess er að draga úr farsíma­notkun undir stýri.

Ný rannsókn sýnir að 83% framhaldsskólanema nota snjallsíma við akstur

Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var fyrir tryggingafélagið Sjóvá þá nota 83% framhaldsskólanema snjallsíma við akstur. Þetta eru sláandi tölur og sýnir að snjallsímanotkun undir stýri er aðför að öryggi vegfarenda hér á landi.

Nýr Mazda CX-5 frumsýndur

Brim­borg frum­sýn­di um helgina nýj­an Mazda CX-5. Nýr Mazda CX-5 hef­ur verið end­ur­hannaður að utan sem inn­an. Hann er hannaður og smíðaður til þess að njóta akst­urs­ins. Mazda bíl­ar eru hannaðir af ástríðu, hvert ein­asta smá­atriði vel ígrundað og út­hugsað.

Dacia Duster mest seldi sportjeppi landsins

Dacia sem BL kynnti sem nýtt bílamerki hjá fyrirtækinu haustið 2012 er nú orðið tíunda mest selda merki landsins og með sölu á áþekku róli og Skoda. Það sem meira er, er að Dacia Duster trónir nú á toppi sölulistans þegar kemur að sportjeppunum.

Sölumet Mercedes-Benz sendibíla

Daimler jók mjög sölu á Mercedes-Benz sendibílum á fyrri hluta ársins. Alls afhenti Daimler 190.200 nýja Mercedes-Benz sendibíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er met hjá fyrirtækinu.

Umferð hefur aukist um 9% frá áramótum á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp tíu prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra og er þetta heldur meiri aukning er varð á Hringveginum í sama mánuði.

Þyrfti að hætta að selja bensínbíla eftir þrjú ár

Stöðva þyrfti sölu á bensín- og dísilbílum eftir þrjú ár ef ná á því markmiði umhverfisráðherra, að rafbílavæða bílaflotann fyrir 2030. Þetta segir framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB segir það bratt hjá umhverfisráðherra að ætla að rafbílavæða íslenska bílaflotann á næstu þrettán árum.

Mesta ferðahelgi ársins fram undan – hvernig er ástand bílsins?

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Ferðavenjur hafa breyst og sérstaða verslunarmannahelgarinnar er ekki eins mikil og áður því nú eru flestar helgar yfir sumarið orðnar stórar ferðahelgar og víða bæjarhátíðir.

,,Við erum að horfa á miklar breytingar í samgöngum og samgöngutækni“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að horfa þyrfti til langtímastefnumótunar varðandi orkuskipti í samgöngum, en þetta kemur fram í viðtali við Runólf við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort sá möguleiki sé fyrir hendi hér á landi að segja skilið við notkun jarðefnaeldsneytis í bifreiðum. Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síðustu vikum tilkynnt að þau muni banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2040.