21.09.2018
Þann 2. október mun vanrækslugjald leggjast á farartæki og ferðavagna sem koma áttu inn til skoðunar fyrir 1. ágúst.
18.09.2018
Fimmtudaginn 20. september 2018 heldur Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fagfund um áskoranir og breytingar sem fylgja rafbílavæðingunni.
13.09.2018
Það verður rúmlega átta þúsund krónum dýrara að reka meðalfjölskyldubíl á ári, verði hækkanir í fjárlagafrumvarpinu að veruleika.
11.09.2018
Fram kemur á heimasíðu Neytendastofu að Toyota á Íslandi þurfi að innkalla 329 Toyota bíla. Þá þarf bílaumboðið Askja að innkalla 64 Kia bíla.
10.09.2018
Vefsíðan Aurbjörg – www.aurbjorg.is – er samstarfsverkefni áhugasamra aðila um aukið fjármálalæsi og miðlun upplýsinga um lánskjör og fjármál til neytenda.
07.09.2018
Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa hafi verið 14,1 milljarður króna á síðustu 12 mánuðum.
05.09.2018
Hækkun á sektum virðist enn sem komið ekki hafa mikil áhrif á notkun ökumanna á snjallsíma undir stýri. Þrátt fyrir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tóku gildi 1. maí þar sem hækkun á sektum er veruleg virðist hún ennþá ekki hafa áhrif á þessa hegðun.
04.09.2018
Sala á nýjum bílum í ágúst sl. dróst einungis saman um 3,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.465 bílar samanborið við 1.522 í sama mánuði árið 2017. Eru þetta 57 færri bílar frá því sem var selt í ágúst í fyrra og því hægt að segja að ágúst hafi verið mjög góður í sölu á nýjum bílum.
04.09.2018
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
03.09.2018
Bílgreinasambandið átti góðan fund með Fjármálaráðuneytinu fyrir helgina, þar sem farið var yfir skýrslu um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ sem kom út 17. ágúst síðastliðinn. Í tilkynningu frá Bílagreinasambandinu kemur fram að niðurstaða skýrslunnar er ánægjuleg í grófum dráttum og vel unnin. Tekið hefur verið tillit til ábendinga Bílgreinasambandsins og samvinna hefur verið góð.