18.11.2019
Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var haldinn í gær en þetta var í áttunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Það eru Samgöngustofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum.
15.11.2019
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú „Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.
15.11.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 10 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að rangar upplýsingar á eru VIN númerum viðkomandi bifreiða. Um er að ræða upplýsingar sem varða þyngd og COC pappíra.
14.11.2019
Sala á dísilbílum hefur síðustu misseri verið að rétta úr kútnum. Þetta er þess sem meðal annars kom fram á bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði. Sala á dísilbílum hefur minnkað mikið á síðustu árum sökum mengunar.Nú er annað hljóð komið í skrokkinn. Dísilbílar eru taldir eyða um 20-25% minna eldsneyti en bensínbílar og svo hefur bílaframleiðendum tekist með yfirgripsmiklum tæknirannsóknum að ná niður NOx mengun. Mælingar hafa staðfest að dísilvélar menga orðið ekkert meira en bensínbílar.
14.11.2019
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, undirbýr tvöföldun Suðurlandsvegar frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá austan Hafravatnsvegar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur þannig að tvær akreinar verði í hvora átt.
13.11.2019
Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.
13.11.2019
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Nýju stöðvarnar eru þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eiga að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta.
13.11.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 87 Subaru XV bifreiðar af árgerð 2017 til 2019. Ástæða innköllunarinnar er að mögulega þarf að skipta um háspennukefli og endurforrita vélstjórnarbox.
11.11.2019
Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kennir réttu handtökin við að gefa bílum start eins og fram kom í viðtali við hann í Fréttablaðinu um helgina.
11.11.2019
Vegagerðin stóð fyrir ráðstefnu á dögunum undir yfirskriftinni Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar. Þetta var í 18. sinn sem þessi ráðstefna er haldin og var hún vel sótt og mörg áhugaverð erindi flutt. Á ráðstefnunni voru kynnt 17 rannsóknaverkefni sem er þó bara hluti þeirra verkefna sem er í gangi hjá Vegagerðinni hverju sinni.