04.02.2020
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala dregst saman. Í Svíþjóð á sér stað sama þróunin en sala á nýjum fólksbílum þar í landi lækkaði um 18% í janúar samanborið við janúar 2019.
04.02.2020
Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu.
04.02.2020
Frá og með árinu 2035 stefna bresk stjórnvöld að því að sala á nýjum dísil-, bensín og blendingsbílum verði bönnuð þar í landi. Áður voru áform uppi að bannið tæki í gildi 2040.
03.02.2020
Nú liggja fyrir sölutölur nýrra fólksbíla fyrir janúarmánuð. Þar kemur í ljós að í fyrsta mánuði ársins seldust 709 nýir fólksbílar en í sama mánuði í fyrra seldust 846 bílar. Þetta er samdráttur upp á rúm 16% en þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.