Fréttir

Skora á stjórnvöld að standa við sínar skyldur og undirriti samkomulagið

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram en hún gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs.

Mikil fækkun farþega hjá Strætó

Farþegum hjá Strætó hefur fækkað töluvert þegar rýnt er í tölur fyrstu sjö mánuði ársins, janúar til júlí. Þetta má rekja að mestu leyti til korónuveirufaraldursins að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta er mælt í svokölluðum innstigum í vagnana á höfuðborgarsvæðinu.

Góð þróun að eiga sér stað í samsteningu nýskráðra bíla

Færri nýskráningar bíla eru afleiðingar heimsfaraldursins. Meirihluti nýskráðra bíla eru nýorkibílar. Bílaleigur hafa lengstum verið stærstu kaupendurnir en á nú hafa þær á þessu ári ekki keypt neitt í líkingu við það sem áður var og það vegi þyngst. Meðalsala í bílum á ári er í kringum 13-14 þúsund bílar en eins og staðan er núna eru nýskráningar á milli 6-7 þúsund. Við sjáum því fram á dapurt söluár. Þetta er þess sem meðal annars kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á RÚV þar sem rætt var um bílasölu hér á landi.

Norðurland fær Demantshring

Demantshringurinn, ný 250 kílómetra ferðamannaleið sem tengir saman fjölda áfangastaða á Norðurlandi, var opnaður með formlegum um helgina.

Hleðslustöðvum þarf að fjölga til muna í Evrópu

Ef áætlanir stjórnvalda víða í Evrópu ganga eftir, en þær miða að því að fækka farartækjum jarðefnaeldsneytis til muna fyrir árið 2030, þarf verulegt átak í fjölgun hleðlsutækja til almennings og á vinnstöðum svo dæmi séu tekin. Ljóst er að aðgengi að hleðslustöðvum þarf að fjölga um hundruðu þúsunda svo þessar áætlanir ná fram að ganga.

Samgöngustofa hefur hrint af stað nýju átaki

Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu „Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni)” en því er ætlað að vekja fólk til vitundar um ábyrgð okkar allra og þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna.

Tesla ætlar að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur áform uppi að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu. Mikill uppgangur fyrirtækisins gerir því kleift að útvíkka starfsemi og gera hana enn sterkari en nú er.

Ford fækkar störfum í endurskipulagningu fyrirtækisins

Endurskipulagning blasir við hjá Ford en nú er stefnt að því að fækka störfum í Bandaríkjunum um 1400 fyrir lok þess árs. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta ekki eingöngu tengjast Covid 19 og minni bílasölu heldur liggi að baki ákvörðun sem fyrirtækið hefði staðið frammi fyrir í nokkur ár. Reynt verði að komast hjá beinum uppsögnum heldur verði ekki ráðið í störf þeirra sem láta af störfum vegna aldurs.

Einbreiðum brúm á Hringveginum fækkað úr 36 í 22 á næstu fimm árum

Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til að fækka einbreiðum brúm í vegakerfinu og bæta þar með umferðaröryggi. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að stefnt sé að því að einbreiðum brúm á Hringveginum fækki um nær helming á tímabilinu, og verði 22 árið 2024 í stað 36 nú. Alls fækkar einbreiðum brúm um 34 á tímabilinu.

Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar.