Fréttir

Einbreiðum brúm á Hringvegi (1) fækkar

Skipulega er verið að fækka einbreiðum brúm bæði á Hringvegi (1) og um landið allt. Árið 1990 voru einbreiðar brýr á Hringvegi hátt í 140 talsins. Þeim fækkaði hratt og voru orðnar um 60 í kringum 2006 og 42 árið 2011.

Askja innkallar Mercedes Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.

Blæðingar í vegaklæðingu – fyrri viðbragsáætlun of seinvirk

Á morgunfundi sem Vegagerðin stóð fyrir í morgun var umfjöllunarefnið blæðingar sem geta orðið í vegklæðingu og malbiki. Á fundinum var rætt um mis­munandi tegundir blæðinga, ástæður þeirra og viðbrögð Vegagerðarinnar þegar þær koma upp. Flutningageirinn kom sjónarmiðum sínum varðandi vegblæðingar á framfæri á fundinum.

Nýskráningar eru 1.511 það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar orðnar alls 1511. Á sama tíma í fyrra voru þær 1.906 og er samdrátturinn um 20,7%. Fyrstu tólf daga í mars voru nýskráningar 378 en yfir sama tímabil í fyrra voru þær 503.

Minni umferð í síðustu viku en í sömu viku árið 2019

Umferðin í viku 11 var ríflega tveimur prósentum minni en í sömu viku árið 2019. Sé tekið mið að íbúafjölgun (sem ætti að leiða til aukningar umferðar) þá sýnir samdrátturinn að minna er umleikis í þjóðfélaginu vegna Covid-19 en ella.

Meiri skemmdir á Suðurstrandavegi vegna jarðhræringanna

Frekari skemmdir urðu á Suðurstrandarvegi í gær nálægt Festarfjalli. Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning. Svæðið er merkt, akreinar eru þrengdar, þungatakmarkanir hafa verið settar á og hámarkshraði lækkaður. Unnið er að lausnum varðandi lagfæringar á þessum skemmdum.

,,Ætlum að fækka bílslysum á Íslandi“

Ökuvísir er nýr valkostur í ökutækjatryggingum sem VÍS býður upp á þar sem hægt er að fá aðgang að appi sem veitir uppbyggilega endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Að því fram kemur í tilkynningu er markmiðið að með virkri endurgjöf er viðskiptavinum félagsins hjálpað að keyra betur og stuðlað að fækkun umferðarslysa. Því betur og minna sem viðskiptavinir félagsins keyra því minna borga þeir. Þannig stjórna þeir ferðinni að því fram kemur.

Nýr rafbíll frá KIA

Kia sýndi fyrir helgina fyrstu myndirnar af nýjum rafbíl sem ber heitið EV6. Um er að ræða sportlegan jeppling sem er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. EV6 verður frumsýndur í vor og er mikil eftirvænting eftir komu hans á markað.

Umferðin á Hingveginum dróst saman

Umferðin í nýliðnum febrúar mánuði á Hringveginum dróst sama um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið settar á. Þetta er ólíkt því sem gerðist í janúar í ár þegar umferðin jókst, en frá áramótum er umferðin nú sú sama og fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir þetta er febrúar í ár sá þriðji umferðamesti frá upphafi af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Innköllun hjá Bílabúð Benna

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rafmótor virkar ekki sem skildi.