Fréttir

Umferðaröryggi bara til brúks á tyllidögum?

Í aðsendri grein og í opnu bréfi til forstjóra Álversins í Straumvík í Morgunblaðinu í dag fjallar Ástvaldur Óskarsson, forstjóri Geymslusvæðisins ehf. um umferðaröryggi í kringum álverið. Í upphafi greinarinnar bendir höfundur á þær miklu sviptingar sem eru að eiga sér stað í skipulagsmálum í kringum svæðið í sunnanverðum Hafnarfirði. Ný iðnaðarsvæði eru að koma til, nýhöfn er á teikniborðinu og framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar eru á næsta leiti.

smart #1 vinnur til Red Dot og iF Design hönnunaðarverðlauna

Alþjóðlegar dómnefndir sérfræðinga veittu nýja smart #1 tvenn virt hönnunarverðlaun á dögunum. Rafknúni smábíllinn hlaut bæði Red Dot-verðlaunin fyrir vöruhönnun og iF Design-verðlaunin þar sem einblínt er á framúrskarandi hönnun og samfélagsþátttöku.

Olíufélögin skuldi neytendum umtalsverða lækkun

Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að gríðarlegur munur sé orðinn á hæsta og lægsta verði á bensíni og olíu. Ódýrasti dropinn hjá N1 er yfir 15 krónum dýrari en hjá Costco. Ódýrasti dropinn hjá Orkunni er tæplega 13 krónum dýrari en hjá Costco. Um tíma var verðmunurinn til að mynda hjá Costco og öðrum á markaðinum hér mun minni, þannig að það er farið að draga þar í sundur. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson í Morgunblaðinu í dag.

Enn slegið met í umferðinni á Hringvegi í apríl

Umferðin á Hringvegi jókst um tæplega fjögur prósent í apríl sem er heldur minni aukning en mánuðina á undan. Eigi að síður hefur ekki áður mælst meiri umferð í apríl. Umferðin hefur aukist mjög mikið það sem af er ári og má reikna með að umferðin í ár aukist um tíu prósent sem er gríðarlega mikil aukning, gangi spár eftir. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins eru alls 5.126

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins eru alls 5.126. Á sama tíma í fyrra voru þær 4.620 þannig að aukningin nemur um 11%. Nýskráningar til almennra notkunar eru 53% og til bílaleiga 46,4%.

Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda frá og með 8. maí

Frá og með 8. maí nk. þarf að greiða bifreiðagjöld án milligöngu Samgöngustofu. Ganga þarf frá greiðslu þeirra áður en hægt er að ljúka skráningu eigendaskipta hjá Samgöngustofu.