Fréttir

Skráningar orðnar yfir 29 þúsund

Yfir 60% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu og eru skráningarnar orðnar rúmlega 29.000 að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og hafa eigendur frest til 20. janúar til að skrá kílómetrastöðuna.

Ástand vega að og frá Grindavík kannað

Vegagerðin hefur kannað ástand vega sem liggja að Grindavík og færrar leiðar niður á höfnina í bænum í samráði við almannavarnir. Byrjað var á því að kanna ástand veganna með dróna.

Tafir í framleiðslu hjá Tesla vegna árása á skip í Rauðahafi

Bílaframleiðendur víða um heim standa nú frammi fyrir því að þurfa að hægja á framleiðslu sinni næstu vikurnar sem rekja má til skorts á íhlutum. Ástæða þessa eru tafir á siglingum skipa vegna árása Húta á Rauðahafi.

Hlutdeild nýorkubíla 83% á fyrstu vikum ársins

Tölur yfir nýskráningar fólksbíla fyrstu tvær vikur þessa nýja árs gefa til kynna að sala á rafmagnsbílum halda sínu striki og gott betur en það. Nýkráningar í rafmagnsbílum eru alls 122 sem er tæplega helmingshlutfall, alls 49,4%. Á sama tímabili í fyrra var hlutdeild þeirra 26,8% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílastæðisgjöld tekin upp á fugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum

Isavia innanlandsflugvellir byrja að rukka bílastæðagjöld á Egilsstöðum og Akureyri um næstu mánaðamót en ekki í Reykjavík. Fram kemur að hafinn sé undirbúningur við uppsetningu myndavélakerfis sem nýtt verður við innheimtu gjaldanna. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki með núna standi en áform sé um slíkt þó síðar verði að því er fram kemur á ruv.is.

BMW fer í mikla uppbygginu á verksmiðju sinni í München

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur ákveðið að fjárfesta fyrir jafnvirði 711 milljónir bandaríkjadala í uppbyggingu á bílaverksmiðju sinni í München. Ennfremur hefur verið tilkynnt að frá byrjun árs 2028 verði eingöngu í verksmiðjunni framleiddir rafbílar.

Vetrarhörkur setja samgöngukerfið úr skorðum í Osló

Gríðarleg snjókoma og fimbulkuldi í Osló og á svæðinu í kringum höfuðborgina að undanförnu hefur sett almennings samgöngukerfið úr skorðum. Frostið hefur suma dagana farið yfir 30 gráður.

Framleiðsla hjá Toyota að ná jafnvægi eftir skjálftann

Bílaverksmiðjur Toyota eru smám að koma jafnvægi á framleiðslu sína eftir jarðskjálftann að stærðinni 7,5 sem reið yfir á nýársdag í Ishikawa-héraði á vesturströnd Honshu, stærstu og fjölmennustu eyju Japans. Margir birgjar Toyota og samstarfsaðilar þeirra eru á áhrifasvæðum skjálftans.

Yfir ellefu þúsund hafa skráð kílómetrastöðu í nýju kerfi

Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla. Eigendur slíkra ökutækja geta nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is snjallforritinu.

Rafmagnsbílar halda sínu striki fyrstu viku ársins

Nýskráningar eru öllu færri í fyrstu viku ársins en á sama tíma í fyrra. Nú voru nýskráningar 131 en fyrstu viku ársins í fyrra voru þær 198. Nýskráningar í rafmagnsbílum fyrstu viku ársins voru 64 en á sama tíma í fyrra voru þær 43 að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.