05.02.2025
Rauð viðvörun um land allt!
Mjög vont veður gengur yfir landið í dag og á morgun. Spáð er stormi og ofsaveðri á landinu öllu. Búast má við miklum samgöngutruflunum, vatnselg og hætta á foktjóni allmikil. FÍB hvetur landsmenn til að gæta að eigum sínum og vera ekki á ferðinni fyrr en veðrið er gengið yfir.