Fréttir

Rauð viðvörun um land allt!

Mjög vont veður gengur yfir landið í dag og á morgun. Spáð er stormi og ofsaveðri á landinu öllu. Búast má við miklum samgöngutruflunum, vatnselg og hætta á foktjóni allmikil. FÍB hvetur landsmenn til að gæta að eigum sínum og vera ekki á ferðinni fyrr en veðrið er gengið yfir.

Dómstóll í Þýskalandi úrskurðar að takmörkun á aðgengi að bílagögnum brjóti í bága við lög

Úrskurðurinn hefur víðtækar afleiðingar fyrir bílaiðnaðinn í Evrópu, þar sem mörg sjálfstæð verkstæði hafa lengi barist fyrir auknum aðgangi að bílgögnum. Evrópusambandið hefur ítrekað þrýst á bílaframleiðendur að veita jafnan aðgang að þessum upplýsingum, en margir framleiðendur hafa fundið leiðir til að takmarka aðgang með tæknilegum hindrunum.