Stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs
Það hefur ekki farið framhjá bíleigendum að verð á eldsneyti hefur hækkað mikið á síðustu vikum á heimsmarkaði. Það er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Drífu Snædal, forseta ASÍ, að stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytisverðs.
Í viðtali við þau í Fréttablaðinu kemur fram að bæði hafa þau áhyggjur af hækkunum sem nú eru í gangi því hækkun olíuverðs kemur niður á lífskjörum almennings. Verð á olíu og bensíni hefur hækkað umtalsvert á heimsmarkaði að undanförnu og endurspeglast það í verðlaginu hér.
„Olíuverð hækkar dag frá degi og tonnið og er bensín komið upp í 980 dollara og hefur ekki verið svo hátt síðan 2014. Mér finnst alveg koma til greina að stjórnvöld grípi tímabundið inn í þetta og lækki opinber gjöld á olíu,“ segir Runólfur Ólafsson og bendir á að hækkun á olíuverði ýti vísitölunni upp. Það hefur áhrif á þá sem minnst hafa umleikis.
DrífaSnædal segir að það hafa verið búin til mismunur milli fólks í kjörum og ákveðin stéttaskipting. Þeir sem hafa keypt Teslurnar og hafa fengið gríðarlegar ívilnanir til þess þeir eru hins vegar að græða á því núna.
,,Það er sorglegt að það skuli vera svona mikil eftirspurn eftir þessu ,,skítuga eldsneyti“ eins og farið er að kalla kol og olíu, svokölluð jarðefnaeldneyti sem eru að valda loftslagsbreytingum um alla jörð,“segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.
Umfjöllun í Fréttablaðinu má nálgast hér.