03.12.2024
Norsk könnun leidddi í ljós að 3,4 prósent bifreiða sem komu til tjónauppgjörs hjá tryggingafélaginu IF í janúar og febrúar á þessu ári voru á sumardekkjum.Tölurnar byggjast á tjónauppgjöri yfir 8.000 If-tryggðra bíla á þessum tveimur mánuðum síðasta vetur.
28.11.2024
Í aðdraganda alþingiskosninga sem verða laugardaginn 30. nóvember spyr FÍB flokkana sem sem bjóða fram í öllum kjördæmum á landsvísu um afstöðu þeirra til tekjuöflunar af bílum og umferð. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og ljóst að þessi málaflokkur mun verða í brennidepli fyrir kosningarnar. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og má sjá svö þeirra hér fyrir neðan. Ekki bárust svör frá Lýðræðisflokknum. FÍB kann flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð.
27.11.2024
Hvergi í Evrópu er hærra verð á bensíni og dísilolíu en hér á landi og eftir áramótin mun það hækka enn meira.
27.11.2024
Fjórir af hverjum tíu bílaeigendum í Noregi telja að þeirra eigin bíll þarfnist meiri eða sterkari lýsingar en hann er búinn frá verksmiðjunni. Um 7% bílaeigenda hafa þegar látið setja aukaljós í bílinn, samkvæmt mælingu sem Gallup gerði í Noregi fyrir Autobransjens Leverandørforening (ABL). 14% svara skýrt að þeir upplifi þörf fyrir þetta og gætu hugsað sér að gera eitthvað í því. 21% telja að aukaljós væru kostur, en hafa engin slík áform.
25.11.2024
Nú eru 96 hleðslustöðvar komnar í rekstur af þeim 98 sem settar verða upp á fjórtán stöðum í Kópavogi í kjölfar samnings sem Orka náttúrunnar og Kópavogsbær undirrituðu fyrr í haust.
21.11.2024
Skortur á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni á síðustu misserum hefur verið að gera vart við sig. Birtingamyndin á þessari þróun kemur fram í hópi íbúakaupenda sem veigra sér við að kaupa fasteignir á umræddum svæðum. Fasteignasalar fullyrða skort á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni fæla frá hugsanlega kaupendur. Ljóst má hins vegar vera að meirihluti borgarbúa sé ekki tilbúinn að taka upp bíllausan lífsstíl.
20.11.2024
Alþingi samþykkti í vikunni fjárlög fyrir árið 2025. Heildarframlög til samgöngumála nema rúmum 62 milljörðum kr. og hækka um 9 milljarða kr. frá yfirstandandi ári, eða 17%. Unnið verður í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Þá verða þrír milljarðar settir í að leggja tengivegi víða um land og að fækka einbreiðum brúm að því fram kemur í tilkynningu innviðaráðuneytisins.
20.11.2024
Hlutfall nagladekkja í Reykjavík er svipað og í fyrra samkvæmt talningu borgarinnar sem gerð var um miðjan nóvembermánuð.Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.
18.11.2024
Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Gert er ráð fyrir að skrifa undir samning við verktaka í Golfskálanum á Selfossi kl. 15 á miðvikudaginn, 20. nóvember, og taka síðan fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna haustið 2028 að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
18.11.2024
Haldin var falleg athöfn við Landspítalann í Fossvogi í gær til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð í umferðinni hér á landi hafa 1624 látið lífið. Dagurinn er jafnframt til að heiðra og færa viðbragðsaðilum hjartanlegar þakkir fyrir starf sitt.