17.05.2017
Sölutölur á nýjum bifreiðum í Evrópu í apríl sýna 7% minni sölu samanborið við tölur á sama tíma fyrir ári síðan. Yfir tólf hundruð þúsund bífreiðar seldust í Evrópu í apríl og vilja bílaframleiiðendur meðal annars rekja þessa minnkun til óvenju margra frídaga í apríl.
17.05.2017
Malbikunarframkvæmdir eru hafnar af fullum krafti í borginni og er ekki seinna vænna að byrja á verkefninu því meiri fjármunum verður varið til endurnýjunar malbiks á þessu ári en nokkru sinni áður.
16.05.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017.
15.05.2017
Samgöngustofa hefur ekki haft undan við að forskrá öll þau ökutæki sem flutt eru inn til landsins og eru dæmi um allt að mánaðarbið eftir skráningu ökutækja. Innflutningur hefur aukist um tugi prósenta á síðustu árum.
15.05.2017
Í Suður-Kóreu er í byggingu æfinga- og prófunarsvæði fyrir sjálfakandi bíla. Svæðið er um 88 hektarar að stærð og mun verða það stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar framkvæmdum lýkur.
12.05.2017
Ökumenn hafa á undanförnum dögum orðið varir við miklar umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu vegna framkvæmda við stórar umferðaræðar. Það er vel að ráðist hefur verið í að framkvæma og bæta umhverfi samgagna á höfuðborgarsvæðinu og síðast nú í morgun kom fram í viðtali við borgarstjóra á Rás 2 að mikið af malbikunarframkvæmdum hafi setið á hakanum og töluverður halli hafi myndast hvað þær varðar og hann þurfi að bæta upp.
11.05.2017
Sala á rafmagnsbílum, tengitvinnbíla og Hybrid bílum tók mikinn kipp á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs í Evrópu. Ástæðuna má rekja til lengra drægi bílanna en áður.
11.05.2017
Búið er að aflétta akstursbanni sem verið hefur vegna hvassviðris á Suður- og Suðausturlandi segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Engu að síður er rétt að ítreka að enn er víða mjög hvasst, s.s. á Reynisfjalli og við Sandfell í Öræfum, og þar ættu t.d. húsbílar alls ekki að vera á ferð.
11.05.2017
Elizabet II Englandsdrottning, sem er 91 árs gömul, lætur engan bilbug á sér finna og keyrir ennþá um þó ekki sé um langar leiðir að ræða. Samkvæmt lögum er hún sú eina sem má keyra án ökuréttinda.
10.05.2017
Þýsku Porsche verksmiðjurnar birtu í vikunni sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og kemur í ljós að verksmiðjurnar hafa aldrei selt fleiri bíla. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche AG, segir þessa niðurstöðu mjög ánægjulega og undirstriki að fyrirtækið er á réttri braut. Fyrirtækið bjóði upp á góða og spennandi bíla sem kaupendur um allan heim sýni mikinn áhuga.