26.06.2017
Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.
21.06.2017
- Vilja fjölga eldsneytisdælum
13.06.2017
Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum.
13.06.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016.
12.06.2017
Costco í Kauptúni í Garðabæ lækkaði í dag verð á bensíni og dísel. Lítrinn af bensíni kostar 166,90 krónur en fyrir lækkunina kostaði hann 169,30 krónur. Lítrinn af dísel kostar í dag 158,9 krónur en var 161,90 krónur fyrir lækkunina.
12.06.2017
Vegur 208 sem liggur í Landmannalaugar í friðlandinu Fjallabaki var opnaður fyrir helgina. Opnunin er mun fyrr en undanfarin ár, en snjólétt er á þessum hluta friðlandsins.
12.06.2017
Líkt og vegfarendur um Reykjanesbraut um Hafnarfjörð hafa tekið eftir þá hefur verið unnið af kappi við mislæg vegamót brautarinnar og Krýsuvíkurvegar þessi dægrin. Vel gengur og framkvæmdin á áætlun en að mestu er lokið 1. áfanga sem felst í því að færa heilan lagnaskóg svo mögulegt verði að byggja brúna fyrir hin mislægu vegamót annars vegar og hinsvegar að opna framhjáhlaup svo vinna megi við nefnda brú.
09.06.2017
Í tengslum við fréttir m.a. hér á FÍB vefnum um vilja Reykjavíkurborgar að leggja gjald á nagladekk þá er rétt að rifja upp skoðun FÍB á skattlagningu sem getur dregið úr umferðaröryggi. FÍB leggur sem fyrr megin áherslu á mikilvægi fræðslu og tekur undir það að margir bíleigendur hafa litla þörf fyrir nagladekk.
09.06.2017
Öllu verður til tjaldað laugardaginn 10. júní þegar árlegi Volkswagen dagurinn verður haldinn með pompi og prakt í HEKLU Laugavegi 174 og á sama tíma hjá Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri, Bílás Akranesi og HEKLU Reykjanesbæ. Veislan stendur frá klukkan 12.00 til 16.00 og aðalnúmer dagsins er skærasta stjarna Volkswagen, Volkswagen Golf sem frumsýndur verður á Volkswagen deginum.
09.06.2017
Nýr og breyttur Mercedes-Benz GLA verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Um er að ræða einn mest spennandi smájeppann á markaðnum í dag.