Fréttir

Borgarlína – markmiðið að auka vægi almenningssamgangna

Þáttaskil urðu í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu, voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi í gær.

Borgin vill leggja gjald á nagladekk

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um fræðsluátak og gjaldtökuheimild vegna notkunar nagladekkja var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær, 7. júní. Sviðinu er jafnframt falið að koma tillögu að lagabreytingu á framfæri við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Alþingi. Endurskoðun umferðarlaga hefur verið á dagskrá Alþingis í nokkur ár en ekki náð fram að ganga. Sveitarfélög hafa ekki heimild eins og stendur til að leggja gjald á notkun nagladekkja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Vetrarfærð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum

Þótt komið sé fram í júnímánuð varar Vegagerðin við vetrarfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, krapi á vegi og hálka. Það er hálka á Dettifossvegi en krapi á Hólssandi og eins á Hófaskarði.

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.

Bílamarkaðurinn stækkar töluvert fyrstu fimm mánuðina

Í maímánuði voru nýskráðir alls 4.107 fólks- og sendibílar hér á landi. Á fyrstu fimm mánuðum ársins stækkaði bílamarkaðurinn um 13% miðað við sama tímabil 2016.

Gögn ber að meðhöndla sem persónuupplýsingar

Fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd hefur verið af FIA, Alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda, sýna að hægt sé að rekja flest gögn úr bílum til notanda og eigi því að meðhöndla sem persónuleg gögn.

Dæmd sek að aka um á vanbúnum bíl og valda slysi

Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu og manni fyrir að hafa ekið um á vanbúnum bíl og valdið slysi í Hveradalsbrekku á Hellisheiði árið 2014 með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt slösuðust. Þetta kom fram á mbl.is.

Möguleiki á hálkumyndun á norðanverðu landinu

Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum NA-til á landinu í dag og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum eindregið ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp átta prósent í nýliðnum maí mánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei áður hefur umferðin í maí aukist jafn mikið. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 8,4 prósent og reikna má með að aukningin í ár muni verða um sjö prósent.

Daily Tourys frá Iveco er rúta ársins 2017

Nýja fólksflutningabifreiðin Daily Tourys frá Iveco Bus var í maí valin rúta ársins 2017 í flokki minni fólksflutningabifreiða (International Minibus of the Year 2017). Daily Tourys er í raun sami bíllinn og Iveco Daily sem BL selur hér á landi.