16.01.2017
Nýr Bronco jeppi kemur á markað 2020. Þetta var tilkynnt á fyrsta degi bílasýningarinnar í Detroit sem nú er á endasprettinum. Lítið sem ekkert gáfu talsmenn Ford þó upp um hverskonar jeppi þetta yrði í tæknilegu tilliti eða hve stór.
11.01.2017
Árum saman hefur Volkswagen viðrað hugmyndir um nýtt ,,rúgbrauð“ með svipmóti þess gamla með gerðarheitið T1 og síðar T2 og -3. Nú er eins og nýtt rúgbrauð sé að fæðast því að á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur sem hæst, er til sýnis frumútgáfa bíls sem á líklega að koma á markað 2020.
10.01.2017
Venju samkvæmt var tilkynnt við opnun n. amerísku bílasýningarinnar í Detroit í gær, hver væri bíll ársins í Bandaríkjunum og Kanada þetta árið. Það er nýi rafbíllinn Chevrolet Bolt (Opel Ampera-e í Evrópu).
09.01.2017
Volkswagen Group hefur mælst stærsti bílaframleiðandi heimsins á nýliðnu ári. Alls seldust í fyrra í heiminum öllum 10,1 milljón bíla frá Volkswagen Group (VW, Audi, Seat, Skoda, Porsche o.fl. teg.). Þrátt fyrir útblásturshneykslið hjá VW grúppunni sem enn er ekki að fullu til lykta leitt hefur VW enn haft betur í baráttunni við Toyota um efsta sætið, þótt vissulega muni ekki miklu.
09.01.2017
Tryggð kaupenda við tegundina er draumur bílaframleiðenda og því fleiri sem endurnýja bíla sína með sögum tegund, þeim mun betra, enda er það besta auglýsing sem hugsast getur. Hið gagnstæða fyrir orðspor bifreiðategunda er að neytendur vilji ekki sömu tegund aftur og því verra sem þeir eru fleiri. Nú hefur komið í ljós í könnun hins bandaríska Consumer Reports að eigendur rafbíla og tengiltvinnbíla eru þeir bifreiðaeigendur sem tryggastir eru sínum tegundum og mest er tryggð þeirra sem eiga Renault Zoe
05.01.2017
Evrópsk systurfélög FÍB, þeirra á meðal þau norrænu, heiðruðu nýlega sænsku vísindakonuna dr. Christina Lampe-Önnerud fyrir frábæran árangur hennar við að þróa öflugri, sterkari, endingarbetri og jafnframt mun ódýrari rafhlöður fyrir rafbíla, rafknúin farartæki og vinnuvélar en áður hafa þekkst. Uppgötvanir hennar sem eru margar á sviði líþíum-jónarafhlaða eru margar og hafa skilað sér ein af annarri í nýjustu rafbílana sem nú eru orðnir eru langdrægari og með styttri hleðslutíma en áður hefur þekkst.
05.01.2017
Hún er kölluð Y-kynslóðin, sú sem fæddist um síðustu aldamót og er nú orðin nokkurnveginn fullorðin. Þessi kynslóð er sú fyrsta í sögu mannkyns sem hefur alla sína tíð lifað með tölvum og í raun lifir hún lífi sínu í tölvum.
04.01.2017
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum kom sjálfvirk neyðarhemlun vörubílsins sem hryðjuverkamaðurinn Anis Amri frá Túnis ók inn í mannþröng á jólamarkaði í Berlín þann 19. des. sl. í veg fyrir að afleiðingarnar yrðu enn verri.
04.01.2017
Sænska vega- og umferðarstofnunin VTI, (Statens väg- och transportforskningsinstitut) er að hefja rannsókn á því hvort fólk sem greint hefur verið með ADHD aki of hratt, sé gjarnara á að taka skyndiákvarðanir og eigi erfiðara með að einbeita sér í bifreiðaakstri.
03.01.2017
Renault Talisman er bíll ársins 2017 á Íslandi að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Dómarar hrifust af lágu grunnverði, ríkulegum staðal- og aukabúnaði, sparneytni, útliti, mjúkum aksturseiginleikum... Já, í raun bara öllu. Fyrir þá sem ekki þekkja Talisman þá er þetta ný tegund frá Renault sem leysir hinn þjóðþekkta Laguna af hólmi