Fréttir

Hver verða áhrif Costco á eldsneytisverð?

Gera má ráð fyrir því að talsverðar breytingar verði á sölu eldsneytis á höfuðborgarsvæðinu á komandi vordögum þegar smásölurisinn Costco hefur starfsemi, væntanlega í aprílmánuði nk. Á svæði verslunarklasa Costco að Kauptúni 2 í Garðabæ verður stærsta eldsneytisafgreiðslustöð landsins en til að öðlast rétt til að kaupa eldsneyti sem og annan varning í Costco, verður að gerast meðlimur og greiða félagsgjald. Costco er þannig kaupfélag svo að segja má að samvinnuhugsjónin sé að nema land á ný á Íslandi.

Verðlag á rafbílageymum lækkaði um 35% á einu ári

Verðlag á rafhlöðum fyrir rafmagnsbíla lækkaði hratt á árunum 2010-2015. En langmest var lækkunin 2014-2015; 35 prósent, hvorki meira né minna. Ástæður þessara lækkana eru margar en þær helstu eru breyttar efnasamsetningar í innviðum rafhlaðanna, nýjar framleiðsluaðferðir, sterk krafa um lægra verð og loks aukin samkeppni.

Rafmagnsbíllinn komst alla leið

39. Dakar rallinu er nýlega lokið. Þau tímamót urðu að hreinn rafmagnsbíll komst alla leið í þessari einni erfiðustu rallkeppni heimsins. Hann varð í 57. sæti

Dísilbílabanninu aflétt í Osló

Banninu við akstri dísilbíla um götur Oslóborgar sem hófst sl. þriðjudagsmorgun, hefur nú verið aflétt. Hið kyrra og kalda loft sem lá yfir borginni um síðustu helgi hefur bæði hlýnað og komist á hreyfingu fyrr en ætlað var. Nú er þar hægur andvari, það hlýnar hratt og er spáð er allt að 8 stiga hita í dag og næstu daga

Nýr Opel – smájeppi sem ekki er jeppi

Opel boðaði á síðasta ári margar nýjungar og nú er ein þeirra komin fram. Þetta er lítill ,,jepplingur“ og þó ekki, því ekkert er fjórhjóladrifið. Þessi nýi bíll heitir Crossland X, ekki ósvipaður jepplingnum Mokka, en minni. Að stærð er Crossland X áþekkur Mazda CX-3.

Norðmenn byrjaðir að slökkva á FM útvarpinu – DAB tekur við

Norðmenn eru byrjaðir að slökkva endanlega á FM og AM (miðbylgju) útvarpssendum í landinu. Í stað FM útvarpsins kemur stafrænt útvarp (DAB). Net DAB-senda er þegar tilbúið að mestu til að leysa FM- útvarpið af hólmi

31,7% fleiri nýir bílar seldust á Íslandi 2016 en árið áður

Sala á nýjum bílum í Evrópu jókst árið 2016 um 6,5 prósent frá 2015. Alls keyptu íbúar Evvrópska efnahagssvæðisins (ES og EFTA) 15 milljón 131 þús.719 bíla í fyrra og af þeim keyptu Íslendingar 18.448 bíla miðað við 14.004 árið 2015, sem er 31,7 prósenta aukning. Nýbílasalan í Evrópu í fyrra er sú mesta undanfarin níu ár. Þetta kemur fram í tölugögnum ACEA sem eru samtök evrópskra bílaframleiðenda

Bretar rannsaka útblástur Jeep Grand Cherokee

Í kjölfar þess að bandaríska umhverfisstofnunin EPA sakaði Fiat Chrysler um að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í dísilgerðum Jeep Grand Cherokee sem fegrar útblástursgildi bílanna þegar þeir eru mengunarmældir, hafa bresk stjórnvöld ákveðið að taka einn eða fleiri þessara bíla til sérstakrar rannsóknar. Reuters fréttaveitan greinir frá þessu

EPA í USA sakar Fiat Chrysler um dísel-pústsvindl

Hin opinbera bandaríska umhverfisverndarstofnun EPA (Environment Protection Agency) sakar FCA (Fiat Chrysler Automobiles) um að hafa komið fyrir hugbúnaði í dísiljeppum af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 sem gerir pústhreinsibúnað bílanna meira og minna óvirkan nema þegar bílarnir eru mengunarmældir. Sergio Marchionne forstjóri FCA hefur harðneitað þessu og segist öskureiður yfir getsökunum.

Akstur dísilbíla bannaður í Osló frá og með morgundeginum

Frá kl 6 í fyrramálið (7 að ísl. tíma) verður akstur dísilbíla bannaður á götum Oslóborgar að viðlagðri 1.500 kr. sekt (20.200 ísl. kr.). Bannið gildir þar til loftmengunarstigið í borginni minnkar frá því sem það er nú. Hugsanlegt er að banninu verði aflétt strax á miðvikudag, gangi veðurspár eftir sem gera ráð fyrir strekkingsvindi í borginni.