Fréttir

Hinn almenni borgari vill gott og öflugt eftirlit lögreglu

Ýmsar athyglisverðar niðurstöður koma fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu um aksturshegðun almennings. Könnunin, sem birt er á vef Samgöngustofu, var mjög yfirgrips mikil en hún var unnin dagana 1.-14. nóvember á síðasta ári. Um netkönnun var um að ræða sem send var til 1.486 manns og var svarhlutfall 64,4%.

Meira fjármagn þarf til að klára Vaðlaheiðargöng

Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng fari nokkuð fram úr upphaflegum áætlunum en fram kom í Fréttablaðinu í gær um málið að göngin myndu kosta 3.2 milljörðum meira en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Fram kemur einnig í blaðinu að unnið sé að því að fá viðbótarlán frá ríkinu vegna þessa en búist er við að kostnaðurinn gæti enn aukist þar sem greftri er enn ekki lokið í göngunum.

Afgerandi meirihluti gegn vegatollum

Alls svöruðu 16.665 manns könnun FÍB á viðhorfi almennings til hugmynda núverandi samgönguráðherra um innheimtu vegatolla. 86,7 prósent þeirra sem svöruðu höfnuðu vegatollahugmyndinni

PSA (Peugeot Citroen) við það að eignast Opel

Margt bendir til þess að Opel vörumerkið þýska (og Vauxhall í Bretlandi verði senn úr sögunni. Viðræður milli General Motors, eiganda Opel og PSA Group (Peugeot Citroen í Frakklandi) hafa staðið yfir talsvert lengi og líklegt er talið að kaupsamningar verði undirritaðir 9. mars nk.

Vegatollahugmyndin afturgengin – enn einu sinni

,,Til þess að ráðast í þessar framkvæmdir verðum við að hugsa og framkvæma eftir nýjum leiðum því það er alveg ljóst að við fjármögnum þetta ekki með hefðbundnu ríkisframlagi. Ég mun fela starfshópi að móta þessar tillögur. Með nýrri sýn og nýrri nálgun í forgangsröðun framkvæmda á helstu stofnæðum út frá Reykjavík, skapast tækifæri til nýrrar forgangsröðunar verkefna á landsbyggðinni sem samgönguáætlun tekur til,“ sagði Jón Gunnarsson samgönguráðherra á morgunfundi um vega- og samgöngumál sem samtök fésýslsufyrirtækja héldu fyrr í vikunni.

Jörðin, víst er hún flöt!

Sverrir Bollason formaður klofna tveggja manna starfshópsins sem á dögunum kannaði m.a. kosti þess og galla að lækka hámarkshraðamörk á Hringbraut og Miklubraut vestan Kringlumýrarbrautar var í viðtali um málið í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Sverrir er talsmaður þess að lækka hraðamörkin og færði ýmis sjónarmið og rök fyrir því í útvarpsþættinum, sum hver nokkuð sérkennileg.

Bíll knúinn áfram af saltupplausn?

Bílafyrirtæki í Lichtenstein sem heitir NanoFlowcell viðraði framtíðarhugmynd sína um saltknúinn bíl á bílasýningunni í Genf í fyrra. Á sýningunni sem nú er framundan mun fyrirtækið sýna nýjustu birtingarmynd ,,saltbílsins,“ sportbílinn Quant 48Volt.

Euro NCAP hefur skilað okkur öruggari bílum

Það er enginn vafi á því að Euro NCAP hefur skilað almenningu miklu sterkari og öruggari bílum en annars hefði orðið og jafnframt stuðlað að miklu hraðari þróun hverskonar virks öryggisbúnaðar eins og loftpúða, læsivarðra hemla, skrikvarnarbúnaðar, sjálfvirkrar neyðarhemlunar o.fl og að slíkur búnaður einskorðist ekki við dýrustu lúxusbílana eins og áður var, heldur sé staðalbúnaður í öllum bílum hins venjulega fólks.

Euro NCAP 20 ára – tímamót í sögu umferðaröryggis

Fyrstu árekstrarpróf Euro NCAP voru framkvæmd í þessari viku fyrir 20 árum síðan. Á þessum 20 árum hefur Euro NCAP gefið út og birt yfir 630 öryggisúttektir, árekstrarprófað um 1.800 bíla. Samanlagt hefur verið varið yfir 160 milljónum Evra í verkefnið með það að markmiði að auka öryggi bifreiða í umferð. Sannanlega hafa öryggisúttektir Euro NCAP stóraukið öryggi vegfarenda og áætlað er að yfir 78.000 mannslíf hafi bjargast vegna öryggisþróunar ökutækja á liðnum 20 árum.

Jeep og Fiat ekki lengur munaðarlausir á Íslandi

Einn vinsælasti jeppinn á Íslandi um langt árabíl er Jeep. Það hefur hann verið þrátt að enginn formlegur innflytjandi og þjónustuaðili hafi fyrirfundist. Nú hefur orðin breyting á. Fjölskyldufyrirtækið Ísband í Mosfellsbæ hefur gert samstarfssamning við framleiðandann Fiat Chrysler Automobile (FCA) um innflutning og sölu á Jeep, Fiat, Chryslerbílum, þjónustu við bílana og eigendur þeirra.