02.02.2017
Meirihluti ,,ráðsmanna“ í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykkti í gær áætlun tveggja manna starfshóps ráðsins um að lækka hámarkshraða á Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut vestan Kringlumýrarbrautar. Meirihluti ráðsins felldi jafnframt tillögu um að leitað yrði umsagnar Vegagerðar, Samgöngustofu og lögreglu áður en skýrsla starfshópsins fyrrnefnda yrði endanlega afgreidd. Sæbrautin, Miklabrautin og Hringbrautin eru þjóðvegir og því í forsjá Vegagerðarinnar.
01.02.2017
Kínverski rafhlöðuframleiðandinn CATL (Contemporary Amperex Technology Limited) hefur keypt 22 prósent hlut í finnsku bila- og traktoraverksmiðjunni Valmet. Tilgangurinn með kaupunum er að ná traustri fótfestu og forystu á Evrópskum rafbílamarkaði í framleiðslu og sölu bæði rafbíla, rafhlöðupakka og drifbúnaðar fyrir rafbíla.
01.02.2017
Toyota Corolla er lang vinsælasta bílategundin í heiminum þessi árin. Síðasta ár seldust rúmlega 1,3 milljón Corollur. Það þýðir að sérhvern dag ársins að frí- og helgidögum meðtöldum, tóku að meðaltali 3.597 kaupendur við nýjum Corolla bílum.
31.01.2017
Eins og við höfum áður greint frá en er nú staðfest, er að Volkswagen Group komin fram úr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims með sína Volksvagna, Audi, Skoda, Seat og fleiri tegundir. Árangurinn er ekki síst að þakka velgengni VW á hinum risastóra Kínamarkaði. Evrópa er þó enn sem fyrr heimasvæði Volkswagen og þar hefur Volkswagen merkið ótvíræða yfirburði, sérstaklega þó VW Golf.
30.01.2017
Starfshópur um umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar sem umhverfis og skipulagsráð borgarinnar skipaði 9. des. 2015 hefur nýlega skilað áliti. Í því er mælt með því að hraðamörk á meginleiðum (þéttbýlisþjóðvegum) vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru nú 50 eða 60 km á klst, verði lækkuð um 10 km/klst. í tveimur áföngum.
27.01.2017
Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi Framsóknar og flugvallavina í umhverfis-og skipulagsráði vilja skoða hvort leggja eigi sérstakt gjald á notkun nagladekkja í borginni.
26.01.2017
Margir Þjóðverjar ergja sig mjög þessa dagana yfir nýjum ráðherrabíl umhverfisráðherrans í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Þjóðverjar ætlast flestir til þess að ráðherrar bæði í ríkisstjórn alls ríkisins sem og í einstökum sambandsríkjum velji þýska bíla af betra taginu og að þeir séu helst svartir eða dökkbláir og annaðhvort Mercedes Benz E eða S, BMW 500 eða 700 eða þá Audi af stærstu og virðulegustu gerð.
26.01.2017
Sjaldgæft er að nýr bíll komi jafn illa út úr árekstursprófi Euro NCAP og Ford Mustang gerði nú nýlega, og fái einungis tvær stjörnur af fimm mögulegum
25.01.2017
Sænskatryggingafélagið Länsförsäkringar hefur gefið út árlega skýrslu um bilanatíðni nýlegra bíla sem tryggðir hafa verið gagnvart bilunum og um hverskonar bilanir hafa verið tilkynntar tryggingafélögum. Skýrslan er byggð á fjögur þúsund tjónatilkynningum til tryggingafélagsins árið 2015 um bíla af árgerðum 2007-2013.
24.01.2017
FÍB hefur oft í tímans rás vakið athygli hversu þétt net eldsneytisstöðva er á höfuðborgarsvæðinu og hversu óhagkvæmt það hlýtur að vera. Olíufélögin og sömuleiðis borgaryfirvöld og sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu gætu auðveldlega stýrt þéttleikanum – olíufélögin eftir hagrænum forsendum og yfirvöld með skipulagsaðgerðum og með t.d. með lóðaúthlutun og með því að endurúthluta lóðum vannýttra stöðva.