24.07.2017
Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili.
21.07.2017
Undanfarið hafa þýsk yfirvöld verið að rannsaka og fara yfir útblástur dísilbíla frá Daimler samstæðunni, sem framleiðir m.a. Mercedes Benz. Í síðustu viku voru stjórnendur Daimler kallaðir fyrir þýska embættismenn í Berlín til að fara yfir grunsemdir um að mögulega hafi verið átt við búnað dísilbíla frá fyrirtækinu.
14.07.2017
Jón Gunnarsson samgönguráðherra var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann telur að með vegtollum megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Vegtollanefnd ráðherra mun skila tillögum sínum fyrir sumarlok.
Vegatollainnheimta er mjög dýr og óskilvirk fjáröflunarleið að mati FÍB. Er það sjálfsagt og eðlilegt að leggja viðbótarskatta með vegtollum á notendur veganna ofan á þá 70 milljarða króna sem árlega renna frá bíleigendum í ríkissjóð?
12.07.2017
Búnaður sem lítið danskt tæknifyrirtæki -Amminex- framleiðir, hreinsar allt að 99 prósent eða nánast öll heilsuskaðleg nítursambönd úr útblæstri dísilvéla. Þetta er besta hreinsun þessara efnasambanda úr útblæstri dísilbíla hingað til og miklu betri en hreinsun en svokallaður AdBlue búnaður ræður við og margfalt betri en Euro-6 mengunarstaðallinn krefst.
12.07.2017
Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem er aðaleigandi Volvo, keypti fyrir fáum árum London Taxi Company, framleiðanda Lundúnaleigubílanna heimsþekktu. Nú ætlar Geely að sækja inn á heimsmarkað leigubíla með rafknúinn Lundúnaleigubíl. Af því tilefni hefur verið skipt um nafn á fyrirtækinu og heitir það nú LEVC sem er skammstöfun á London Electric Vehicle Company.
12.07.2017
Fólksbíladísilvélin er í sterkum mótvindi um þessar mundir og yfirvöld víða í Evrópu hafa mikinn hug á því að banna hreinlega notkun dísilbíla. Ástæður andúðarinnar má augljóslega rekja til ,,Dieselgate” - hneykslisins sem sannaðist á Volkswagen. Líklegt er talið að fleiri framleiðendur dísilbíla hafi aðhafst svipað þótt lægra hafi farið
10.07.2017
Evrópsk hagsmunafélög bifreiðaeigenda – systurfélög FÍB hafa áhyggjur tjónabílum, ekki síst af innstreymi viðgerðra tjónabíla frá Bandaríkjunum. Þetta eru bílar sem bandarísk tryggingafélög og umferðaryfirvöld hafa afskrifað sem óviðgerðarhæfa eftir hverskonar tjón, m.a. umferðartjón og hamfaraflóð. Bílarnir eru því seldir á uppboðum til niðurrifs og/eða eyðingar en ýmsir Evrópubúar sjá sér leik á borði að kaupa þá, flytja heim, lagfæra og endurselja síðan.
10.07.2017
Sænsk-kínverski bílaframleiðandinn Volvo hefur verið í heimsfjölmiðlum undanfarið fyrir þá ákvörðun sína að rafmagna alla sína framleiðslubíla frá og með árinu 2019. Þaðan í frá verða allir nýir Volvo bílar rafknúnir – sumir hreinir rafbílar en aðrir búnir bensín- eða dísilrafstöðvum.
09.07.2017
Um helgina urðu merk tímamót þegar hulunni var svipt af rafbílnum Model 3 sem rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að setja á almennan markað síðar í sumar.
09.07.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017.