05.11.2018
Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann að kemur í ljós að um 60% ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hafi leigt sér bílaleigubíl. Þetta er töluverð aukning frá árunum þar á undan. Erlendir ferðamenn óku 640 milljónir km í bílaleigum bílum hér á landi í fyrra. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Vegagerðin stóð fyrir.
02.11.2018
Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar greiningar sem unnin var af HR og HÍ fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og Orkusetur og kynnt var í Norræna húsinu í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu Samorku.
02.11.2018
Breska ráðgjafafyrirtækið IHS Automotive sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á bílamarkaði hefur gefið út að Suzuki var vinsælasta smábílamerkið í heimi 2017. Þetta er byggt á sölutölum á smábílum á heimsvísu fyrir umrætt ár.
01.11.2018
,,Vinna við Dýrafjarðargöng gengur vel og samkvæmt áætlun. Við erum búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og höfum flutt okkur yfir í Dýrafjörð. Byrjaðir að grafa inn í fjallið og komnir rúmlega 140 metra þar inn. Þar eigum við eftir að grafa um 1500 metra og við áætlum að ljúka því í lok apríl í vor. Stefnt er síðan að því að opna göngin 20. apríl 2020. Það má alveg segja það að heilt yfir framkvæmdir hafa gengið framar vonum,“ segir Guðmundur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Suðurverk.