Fréttir

Fleiri ljós­laus­ir en áður

Um fimmtungur allra ökutækja voru ekki með afturljós í lagi í könnun sem tryggingafélagið VÍS gerði á dögunum á ljósabúnaði bíla. Könnunin sýndi svo ekki verður um villst að ökumenn verða að huga betur að því hvernig ljósabúnaði ökutækis þeirra er háttað.

Aðhald FÍB og fjölmiðla forsenda þess að olíuverð taki breytingum

Aðhald samtaka á borð við FÍB og fjölmiðla er forsenda þess að olíuverð taki breytingum. Óvenju lítil samkeppni sé á olíumarkaði á Íslandi og þegjandi samráð sé nú ríkjandi. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun.

Olíufélögin bregðast neytendum

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka nokkuð síðustu vikurnar. Engu að síður hefur þessi lækkun ekki verið að skila sér til fulls íslenskum neytendum til handa Í dag lækkaði bensínlítrinn um þrjár krónur hér á landi.

Enn eru rúmlega 100 milljónir ósóttar

Starfsmenn Spalar hafa nú greitt viðskiptavinum félagsins liðlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum (andvirði ónotaðra ferða á veglykli) þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga 1. október sl. eða um 120 milljónir króna af alls 231 milljón króna, sem var staðan í lok september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli.

Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu

Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með starfi hópsins var að leggja grunn að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur á vef samgönguráðuneytisins.

Fyrsti rafknúni jepplingurinn kominn á Evrópumarkað

Fyrsti rafknúni jepplingurinn er kominn á Evrópumarkað. Um er að ræða borgarsportjeppann Hyundai Kona sem kynntur var hér á landi um síðustu helgi. Kona er fyrsti jepplingurinn sem er í 100% rafdrifinni útgáfu. Kona Electric er með 204 hestafla rafmótor við 64 kWh rafhlöðu sem dregur allt að 482 km samkvæmt mælistaðlinum WLTP og er hægt að hlaða rafhlöðuna í 80% á innan við klukkustund.

Enginn bíll á markaðnum býður upp á fulla sjálfvirkni

Samkvæmt könnun sem unnin var af Euro NCAP telja 70% ökumanna að nú þegar sé hægt að kaupa og aka sjálfakandi bíl. Euro NCAP er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu og áreksturs prófar nýja bíla og metur öryggi þeirra á hlutlægan hátt. Könnunin var gerð til að bera saman mat Euro NCAP á þróun sjálfakandi bíla sem samtökin unnu annars vegar að og hins vegar hvað almenningur heldur um þessa bíla.

Tilfinningarík minningarstund

Fórnarlamba umferðarslysa á Íslandi var minnst á alþjóðlegum minningardegi við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær. Þetta var í sjöunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi en hliðstæð athöfn fór fram víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Stjórnarformaður Nissan handtekinn

Carlos Ghosn, stjórnaformaður japanska bílaframleiðandans Nissan, var handtekinn í dag í Tokyo í kjölfar fjármálamisferlis. Ghosn hefur legið undir grun í marga mánuði að hafa ekki talið fram til skatts og skotið undan milljörðum króna. Í dag dró til tíðinda þegar dómstóll í Japan fyrirskipaði handtöku hans. Ljóst er að dagar hans hjá Nissan eru taldir.

Sala á notuðum bílum verið góð

Heildarfjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu ári frá janúar til loka október eru 16.772. Er það um 13,4% fækkun ef borið er saman árið 2017 frá janúar til október og sama tímabil á þessu ári. Ef árið 2018 er borið saman við árið 2016 þá er salan nánast á pari við það ár eða 0,4% samdráttur.