Fréttir

Aukin hætta á holumyndun

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur að nú sé sá árstími og það tíðarfar sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Vegfarendur er því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.

Fáséður samdráttur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar Covid-19

Covid-19 faraldurinn hefur víðtæk áhrif sem eru merkjanleg í umferðinni. Hratt dregur úr henni samkvæmt mælingum á þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, nú í mars.

Volvo grípur til tímabundinna lokana

ænski bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að loka þremur verksmiðjum sínum í Svíþjóð frá og með næsta fimmtudag, 26. Mars, vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.

Frestun gildistöku nýrrar gjaldskrár

Gjaldskrá Samgöngustofu hefur að langmestu leyti verið óbreytt í fjöldamörg ár þrátt fyrir launa- og verðlagshækkanir. Í ljósi þess var um síðustu áramót ákveðið að hækka gjöld með hóflegum hætti þannig að þær rúmist að fullu innan lífskjarasamnings, 2,5%.

Costco lækkaði bensínlítrann um 16 krónur á innan við sólarhring

Undanfarna daga hafa íslensku olíufélögin verið að lækka útsöluverðið á bensíni og dísilolíu. Þessar verðlækkanir má rekja til gríðarlegrar lækkunar á heimsmarkaði en olíverð hefur ekki verið lægra í 18 ár.

Semja á við einkaaðila um ákveðnar samgönguframkvæmdir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem heimilar Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um ákveðnar samgönguframkvæmdir. Tilgangurinn er meðal annars að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda. Heimilt verður að fjármagna verkefnin með veggjöldum. Áætlað er að verkefnin skapi allt að 4.000 ársverk.

Brimborg innkallar Volvo 338 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 338 Volvobifreiðar af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk helmlun getur við ákveðin skilyrði ekki virkað sem skyldi vegna villu í hugbúnaði.

Óska eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki

Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar.

Erfiðleikar í bílasölu í Kína halda áfram

Bílasala í Kína minnkaði um 47% á ársgrundvelli fyrstu tvær vikur marsmánaðar. Þetta kemur fram í tölum frá kínversku bílasamtökunum sem birtar voru í Peking í dag.

Bílaverksmiðjur loka tímabundið eða draga úr framleiðslunnii

Í ljósi alvarlegra aðstæðna vegna kór­ónu­veirunn­ar hafa nokkrar bílaverksmiðjur í Evróðu ákveðið að loka verksmiðjum sínum eða draga verulega úr framleiðslu sinni á næstunni.