02.03.2020
Í febrúar sem leið seldust alls 694 fólksbílar hér á landi og var rúmlega helmingur þeirra vistvænir bílar af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu. Heildarsalan er13,4% undir sölunni í febrúar fyrir ári síðan. Samtals hafa selst 1.402 fólksbílar frá áramótum en á sama tímabili í fyrra voru þeir 1.647 talsins og því er uppsafnaður samdráttur frá áramótum 14,9%.
02.03.2020
Svissnesk stjórnvöld tóku þá ákvörðum um helgina að flauta af stærstu bílasýning heims í Genf vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Forsvarsmenn sýningarinnar sögðu þetta óhjákvæmlega ákvörðum eins og ástandið væri orðið.
02.03.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðunum Öskju og BL um innkallanir á bifreiðum. Fram kemur að Askja þurfi að innkalla 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.
02.03.2020
Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla.