15.05.2020
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun um miðja næstu viku eða frá og með 20. maí beita viðurlögum séu ökutæki enn á negldum dekkjum í umferðinni.
15.05.2020
Frá og með 1. júní 2020 verður gerð einföldun og lækkun á innheimtu veggjalds fyrir þá sem keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá ökutækin sín af því fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðilum ganganna.
15.05.2020
Margir bílaframleiðendur hafa nú í vikunni verið að birta afkomutölur og spár fyrir næstu mánuði. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að búist er við miklum samdrætti. Hans er orðið þegar vart en ljóst er að það mun taka bílaiðnaðinn almenn nokkurn tíma að rétta úr kútnum.
15.05.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin. Komi það fyrir er hætta á því að bremsuslöngurnar rofni og fari að leka.
14.05.2020
Bílaframleiðandinn Kia ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaðnum á næstu árum. S-Kóreska fyrirtækið upplýsti framtíðaráform sín á þessum markaði í vikunni og kom ennfremur fram að bílaframleiðandinn ætlar að taka sér leiðandi stöðu á þessum vettvangi.
14.05.2020
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla segir í tilkynningu að nú sé hafinn framleiðsla á Long Range Model 3 bílnum í verksmiðju fyrirtækisins í Shanghai í Kína. Viðskiptavinir ættu von á því að fá bílana afhenta eftir nokkra vikur.
14.05.2020
Alls verður 650 milljónum króna varið til verkefna Vegagerðarinnar í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda í ár. Þar af var 150 milljónum úthlutað í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins vegna COVID-19. Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytt og miða öll að því að auka öryggi vegfarenda.
14.05.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.
13.05.2020
Eins og áður hefur komið fram leggst Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, alfarið gegn hugmyndum um að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum með öllum þeim kostnaði sem því fylgir og vill í því sambandi miklu heldur taka upp kílómetragjald í staðinn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, ræddi um þessar fyrirhugaðar hugmyndir í þættinum Samfélagið á Rás 1.
13.05.2020
Mikil umræða hefur verið í gangi hér á landi þegar stórfyrirtæki eru að greiða út arð á sama tíma og þau eru að þyggja fjárstuðning til handa starfsmönnum sínum í hlutastarfi vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins.