05.05.2020
Ráðist hefur verið í ýmsar endurbætur í Hvalfjarðargöngum upp á síðkastið en Vegagerðin tók við rekstri ganganna í október 2018. Á næstunni stendur til að að skipta út stikum fyrir LED kantljós, og setja upp nýtt myndbandsvöktunarkerfi.
05.05.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl var 28 prósentum minni en í apríl í fyrra og hefur aldrei mælst svo mikill samdráttur á svæðinu. Þetta er þó heldur minna en samdrátturinn var á Hringveginum í sama mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
04.05.2020
Óskatak ehf. átti lægsta tilboð í tvöföldun Hringvegar (1) Suðurlandsvegar, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við verktakann. Tilboðið hljóðaði það upp á rétt rúmar 402 milljónir króna og nam 81,9 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Samkvæmt verkáætlun skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020.
04.05.2020
Samdrátturinn í umferð á Hringvegi í apríl slær öll met. Umferðin í mánuðinum drógst saman um nærri 35 prósent sem í sögulegu samhengi er gríðarlega mikill samdráttur. Nú hefur umferðin dregist saman um nærri 18 prósent á Hringveginum frá áramótum sem er líka met. Mest hefur umferðin dregist saman á Mýrdalssandi eða um tæp 80 prósent og verður að leiða lýkur að því að þar muni mestu um ferðamennina af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
04.05.2020
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins voru alls 3.268 og er um 27% samdrátt að ræða miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þess má geta að nýkráningar í apríl mánuði einum nam alls 372 bifreiðum.