Fréttir

Stafrænt ökuskírteini gildir aðeins á Íslandi

Borið hefur á því að Íslendingar á ferðalagi erlendis hafi lent í vandræðum á bílaleigum þegar þeir geta einungis lagt fram ökuskírteini á stafrænu formi. Þangað til annað verður ákveðið er bara hægt að framvísa stafrænu ökuskírteini hér á landi. Það er því afar brýnt að Íslendingar sem hyggja á ferðalög erlendis hafi þetta í huga og hafi hefðbundið ökuskíretini alltaf meðferðis.

Siðleysi í verðlagningu á bensíni

Líkt og neytendur vita er eldsneytisverð í hæstu hæðum um þessar mundir. Verðin tóku að hækka á heimsmarkaði þegar heljartök Covid-19 fóru að losna og athafnalíf um víða veröld tók við sér. Þessu fylgdi aukin eftirspurn eftir olíu á mörkuðum þar sem olíuframleiðsla hafði dregist saman í heimsfaraldrinum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur gert ástandið enn alvarlegra með tilheyrandi hækkun á olíumörkuðum.

Grunur um ólöglegan hugbúnað hjá Hyundai og Kia

Grunur er um að settur hafi verið ólöglegur hugbúnaður í yfir 210 þúsund dísilbíla hjá bílaframleiðendunum Hyundai og Kia. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál af sama tagi hefur komið upp þar sem svindlað er á útblæstri frá dísilbílum. Frægt er svindlið hjá Volkswagen sem upp kom 2015.

Umferðarkönnun í nágrenni Borgarness

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfellsvegi vestan við húsnæði Loftorku, frá 4. júlí til ágúst loka.

Rafbílaeigendur berjast við aukakílóin

Nú er tímabil ferðalaga og fjölmargir Íslendingar þeysast um landið í leit að besta veðrinu með bílinn hlaðinn fólki og farangri. Eitt af mikilvægustu atriðum til að tryggja gott sumarfrí er að öryggi okkar og annarra í umferðinni sé eins gott og hugsast getur. Allir ökumenn ættu að þekkja mikilvægi þess að hafa ljósabúnað í lagi, dekkin góð og auðvitað tryggja notkun öryggisbelta. Hins vegar eru því miður allt of margir sem eru ekki meðvitaðir um raungetu bílsins til burðar og dráttar. En rétt hleðsla í takt við fyrirmæli framleiðenda getur skipt sköpum fyrir rétt virkni stýringu, hemla ásamt auknu álagi og sliti á hjólabúnað bílsins í heild sinni.

Bensínlítrinn kostar 100 krónum meira í dag en fyrir ári

Bensín fyrir tíu þúsund krónur dugði ökumanni jepplings langleiðina frá Reykjavík til Egilsstaða í fyrra. Nú yrði tankurinn tómur skammt frá Akureyri. Ökumaður jepplings, sem eyðir sjö lítrum á hundraðið og ekur á löglegum hraða, kemst fyrir tíu þúsund króna áfyllingu 161 kílómetra styttra í dag en fyrir ári. Bíllinn kæmist litlu lengra en til Akureyrar fyrir tíuþúsundkallinn, eða að Hálskirkju. Fyrir ári hefði bíllinn komist langleiðina að Egilsstöðum, í Jökuldalinn. Þetta sýna útreikningar FÍB fyrir Fréttablaðið vegna eldsneytishækkana undanfarið.

Nýskráningar fólksbifreiða 9.268 fyrstu sex mánuðina

Fyrstu sex mánuði ársins voru nýskránngar fólksbifreiða alls 9.268. Fyrir sama tímabil á síðasta ári voru þær alls 6.042 og er því aukningin á milli ára um 53,4%. Nýskráningar til bílaleiga er um 53,9% og til almennra notkunar 45,1%.