04.03.2022
Í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu er ekki talið ólíklegt að útsöluverð á bensíni fari yfir 300 krónur hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Morgunblaðinu í dag.
03.03.2022
Nýskráningar í nýjum fólksbifreiðum fyrstu tvo mánuði þess árs voru alls 1.767. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar alls 1.133 og er því um að ræða 634 fleiri bíla það sem af er árinu. Hlutdeild nýorkubíla á markaðnum eykst jafnt og þétt og er um 81,7%.
03.03.2022
Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Mikil ofankoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í janúar og febrúar þó hægt hafi á henni á síðustu dögum.
02.03.2022
Umferðin í febrúar á Hringveginum dróst saman um 16,4 prósent í febrúar og hefur aldrei á þessum árstíma dregist jafn mikið saman. Sama á við um umferðina frá áramótum. Hér munar mestu um samdrátt í umferð um Hellisheiði sem kemur ekki á óvart miðað við veðurfar og þar af leiðandi óvenju tíðar lokanir það sem af er ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.
01.03.2022
Systurfélag FÍB í Finnlandi, Autoliitto, sem hefur verið með aflsláttarsamning við olíufélagið Teboil í Finnlandi, hefur ákveðið að slíta samstarfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta félag er í meira hluta eign rússneskra aðila.
01.03.2022
Rafbíllinn KIA EV6 er bíll ársins í Evrópu 2022. Tilkynnt var um valið í Palexpo sýningarhöllinni í Genf í Sviss en þar hefur farið fram ein stærsta bílasýning um árabil. Sýningunni var hins vegar frestað þriðja árið í röð vegna heimsfaraldursins. Dómnefndin er skipuð yfir 60 blaðamönnum frá 22 löndum á vettvangi farartækja í Evrópu. Rússland var útilokað frá valinu að þessu sinni.
28.02.2022
Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti á þjóðvegum landsins verði tryggt. FÍB var einn þeirra aðila sem sent var frumvarpið til umsagnar sem telur það nauðsynlegt og löngu orðið tímabært.
27.02.2022
Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur gengið að launakröfum japanskra verkalýðsfélaga fyrir starfsmenn sína en samningar þar að lútandi voru samþykktir í gær.
24.02.2022
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði töluvert í dag í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu í nótt sem leið. Rússland er næst stærsta olíutflutningaríki heims, og stærsti jarðgasframleiðandi í heimi. Hin mikla spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu hefur þannig mikil áhrif á hráolíuverð.
22.02.2022
Rafbílavæðing landsmanna hefur tekið kipp á síðustu árum samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands, en fjöldi rafbíla og tengiltvinnbíla hér á landi fór úr tæpum 12 þúsundum árið 2020 í 17 þúsund ári seinna. Og það er til marks um breytinguna að einungis 5 rafbílar voru hér á landi fyrir rúmum áratug. Nær 80 prósent þessara bifreiða voru í eigu heimila í ágúst 2021.