Fréttir

Nýja bílasölusvæðið K7 opnar formlega

Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Hyundai notaðir bílar, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru búin að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík og munu opna það formlega á morgun, laugardag. Nýja bílasölusvæðið, sem ber heitið K7 með tilvísun í Krókháls 7, er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð. Það var sérstaklega skipulagt fyrir bílasölurnar fjórar og rúmar alls um 800 bíla.

Hægir aðeins á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í janúar reyndist rúmum tveimur prósentum minni í ár en í sama mánuði í fyrra. Umferðin dróst saman rétt eins og á Hringveginum en þar dróst hún einmitt aðallega saman í mælipunktum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Mikil endurnýjun á bílaflota sænsku lögreglunnar

Svíar hafa á síðustu mánuðum verið að endurnýja bílaflota lögreglunnar. Undir lok síðasta árs var farið að afhenta fyrstu bílana og nú hafa yfir tvö hundrað bílar verið teknir í notkun.

Subaru Outback fékk hæstu einkunn fyrir öryggi og afköst

Ökuaðstoðarkerfi Subaru Outback fékk hæstu meðaleinkunn (88,8%), fimm stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggi og afköst. Þetta kemur fram í mati evrópsku öryggisstofnunarinnar, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. Úttektin á aðstoðarbúnaði fólksbílaframleiðenda fór fram á árunum 2020 og 2021.

Ekkert ferðaveður og lokanir á vegum

Ekkert ferðaveður verður á landinu aðfaranótt og að morgni mánudagsins 7. febrúar. Vegagerðin hefur gefið út áætlun um lokun á helstu vegum. Vegfarendur eru hvattir til að halda kyrru fyrir en að skoða að öðrum kosti vel vef Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað og/eða hafa samband við umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Einnig má benda á að ölduspá er afar slæm aðfaranótt þriðjudags.

Umferðin á Hringveginum dregst saman

Umferðin á Hringveginum dróst saman um nærri sex prósent í janúar miðað við janúarmánuð í fyrra. Umferð dróst mest saman í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en jókst hinsvegar töluvert á Austurlandi. Umferð um teljara á Mýrdalssandi jókst mikið og meira en tvöfaldaðist af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Þýski lúxusinn laut í gras fyrir alþýðuvagninum

Lúxsusbíllinn Mercedes-Benz EQS háði mjög jafna keppni við uppáhaldsbíl almúgans; Tesla Model 3 í drægnikeppni 31 rafbíls í Noregi um hver kæmist lengst á rafhleðslunni. Þetta kemur fram í vetrarrafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB sem gerð var á dögunum.

Sölutölur hafa ekki verið lægri í Evrópu síðan 1985

Nú liggja fyrir sölutölur á bílum í Evrópu fyrir árið 2021 og kemur í ljós að hún hefur ekki verið minni síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla.

Breyting á innheimtu bifreiðagjalds

Um áramótin tóku gildi breytingar á aðkomu og eftirfylgni faggiltra skoðunarstöðva og Samgöngustofu við innheimtu bifreiðagjalds, samkvæmt breytingum á lögum nr. 39/1988 , um bifreiðagjald, sbr. lög nr. 139/2021 , þannig að innheimtuþáttur bifreiðagjalds verður nú að mestu leyti verkefni innheimtumanna ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Hlutdeild nýorkubíla í janúar 83,3%

Í nýskráningum fólksbifreiða fyrir janúar kemur fram að hlutdeild nýorkubíla vex jafnt og þétt. Í tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að sala á þeim nam alls 83,3% af heildarsölunni. Hreinir rafbílar tróna í efsta sætinu með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%. Heildarnýskráningar voru 885.