15.02.2023
Verkfall hjá yfir 70 flutningabílstjórum sem eru í Eflingu – stéttarfélagi og starfa hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi hefst á hádegi á miðvikudag, 15. febrúar, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Talið er að áhrifanna af aðgerðunum muni gæta fljótt. Ef fólk fer að hamstra eldsneyti gæti það þó gerst fyrr. Þá muni það taka marga daga fyrir birgðastöðu bensínstöðvanna að komast í eðlilegt horf aftur ef þær tæmast.
13.02.2023
Franska fyrirtækið Qair hefur keypt 50% hlut Orkunnar í Íslenska vetnisfélaginu. Hugmyndin er að byggja upp vetnisstöðvar hringin í kringum Ísland. Íslenska vetnisfélagið er dótturfélag Orkunnar. Vetnisframleiðsla mun fara fram á Grundartanga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni.
09.02.2023
Samkvæmt Hagstofunni voru útgjöld ríkissjóðs til vegasamgangna rúmlega 52 milljarðar króna árið 2021 (tölur fyrir 2022 ekki komnar). Útgjöld Vegagerðarinnar til vegasamgnanga árið 2021 voru hins vegar tæpir 42 milljarðar króna. Þarna munar 10 milljörðum og full ástæða til að leita skýringa á þessu misræmi.
09.02.2023
Bæjarstjóri Kópavogs vill endurmeta áætlanir um kostnað við bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdaráætlun samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sé þegar kominn 50 milljarða fram úr áætlun þótt framkvæmdir sé vart hafnar.
09.02.2023
Mohammed Ben Sulayem, forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, hefur tilkynnt að hann muni draga úr daglegum afskiptum sínum í Formúlu 1 kappakstrinum. Ástæða þessa eru sagðar vera erfið samskipti Sulayem síðustu mánuði við eigendur Formúlu 1.
08.02.2023
Það sem af er árinu eru nýskráningar nýrra fólksbifreiða alls 794. Á sama tímabili í fyrra voru þær 1.081 svo samdrátturinn er um 35%. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 73% og 27% til bíaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
06.02.2023
Mikil aukning varð í umferð á höfuðborgarsvæðinu í janúar en rétt einsog á Hringveginum var umferðarmetið frá árinu 2019 slegið en umferðin var um prósenti meiri en þá. Umferðin var síðan heilum 12 prósentum meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði fyrir ári síðan að því er fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.
03.02.2023
Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF og Motor félagstímaritsins hófst í Osló þriðjudaginn 1. febrúar og lauk í gær. FÍB er aðili að rannsókninni og aðstoðaði við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og var þetta í fjórða sinn sem hún er framkvæmd. Gerðar er vandaðar prófanir á drægni og úttektir á rafbílum bæði að sumar- og vetrarlagi.
02.02.2023
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var í viðtali í morgunútvarpi á Bítinu í morgun. Hann var m.a. inntur eftir innheimtu gjalda af bílum og umferð. Fjármálaráðherra sagði nýbúið að setja af stað vinnu við þetta í fjármála- og innviðarráðuneytinu.
02.02.2023
Kia heldur sigurgöngu sinni áfram og vann tvöfaldan sigur á hinni eftirsóttu What Car? verðlaunahátíð í Bretlandi um helgina. Bæði Kia Sportage og hinn nýi og rafmagnaði EV9 sem væntanlegur er á markað, unnu til verðlauna.