Fréttir

Allir verði að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu

Sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2024 sem kynnt voru á fréttamannafundi í morg­un í fjármálaráðuneytinu er gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Það kom fram í máli fjármálaráðherra að áfram verði samt hagkvæmara að eiga rafbíl.

Rúmlega 8% aukning í nýskráningum fólksbíla

Bílasala hefur verið með ágætum það sem af er þessu ári. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að að nýskráningar fólksbíla eru orðnar alls 12.986 en voru á sama tíma í fyrra 12.013. Þetta er aukning um 8,1% á milli ára.

Sáttmáli nær tvöfalt dýrari – framkvæmdum jafnvel frestað

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann vilji endurskoða Samgöngusáttmálann en allar fjárhagslegar forsendur skorti fyrir framkvæmdinni í dag. Áætlaður kostnaður við verk­efni Sam­göngusátt­mál­ans hef­ur nær tvö­fald­ast frá því sem gert var ráð fyr­ir og er nú 300 millj­arðar í stað þeirra 160 millj­arða sem upp­reiknuð kostnaðaráætl­un ger­ir ráð fyr­ir. Upp­haf­leg áætl­un var hins veg­ar upp á 120 millj­arða. Bjarni seg­ir þar að eft­ir því sem verk­efn­inu hafi undið fram hafi komið bet­ur í ljós að upp­haf­leg­ar áætlan­ir hafi verið stór­lega van­metn­ar og virðist það eiga við um nær alla þætti sátt­mál­ans.

Met í umferðinni í ágúst á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,3 prósent í ágúst miðað við ágúst í fyrra. Þetta er mesta mælda umferð í ágústmánuði en umferðarmesti mánuður hingað til var júní síðastliðinn. Útlit er fyrir að umferðin í ár aukist um 4,5 prósent sem myndi leiða til umferðarmesta árs frá því mælingar hófust og met frá árinu 2019 yrði slegið. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Vaðlaheiðargöng töpuðu 1.3 milljörðum króna árið 2022

Vaðlaheiðargöng hf., sem byggði og rekur samnefnd göng á Norðurlandi og eru í 93 prósent eigu íslenska ríkisins, töpuðu rúmlega 1,3 milljörðum króna á árinu 2022. Það er umtalsverð aukning á tapi frá árinu áður, þegar tapið var 885 milljónir króna. Þetta kemur fram í umfjöllun á Heimildinni um málið.

Skóflustunga tekin vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók á dögunum fyrstu skóflustungu á gröfu að framkvæmdum vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma og létta á umferð við Vatnsendaveg. Áætluð verklok eru haustið 2026

Umferð á Hringvegi ekki áður verið meiri í ágúst

Umferðin í ágúst á Hringveginum hefur ekki áður mælst meiri. Hún jókst um rúm átta prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan en var eigi að síður heldur minni en umferðin í júlí. Nú má búast við að umferðin í ár aukist um 6-7 prósent á Hringveginum að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Metanknúnir bílar ekki lengur í boði

Í gær var sagt frá því á Mbl.is og í sjónvarpsfréttum RÚV að bílaumboðið Hekla hefði selt sinn síðasta metanbíl að sinni. Haft var eftir forstjóra Heklu, Friðberti Friðbertssyni, að ekki stæði til að flytja inn fleiri metanbíla að óbreyttu. Ekkert annað bílaumboð flytur inn metanknúna fólksbíla.

Rannsókn á AdBlue í löndum innan Evrópusambandsins

Neytendahópar víðsvegar um Evrópu skora á evrópsk neytendayfirvöld að hefja rannsókn á AdBlue í löndum innan Evrópusambandsins. Kvörtunin er til komin vegna tíðra bilana í AdBlue kerfi bíla. Á grundvelli þessara nýju sönnunargagna, kalla neytendahópar eftir því að evrópsk neytendayfirvöld rannsaki málið.

Búist við mikilli umferð um helgina

Ein af stærri ferðahelgum sumarsins er fram undan og margir sem verða á ferð og flugi. Búast má við mikilli umferð á Hringvegi (1) frá því snemma á föstudag og fram á sunnudagskvöld. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni, aka ekki yfir hámarkshraða, sýna þolinmæði og gera ráð fyrir að það tekur lengri tíma að fara á milli staða en vanalega.