Fréttir

Íslensku olíufélögin níðast á neytendum

Fyrir tveim vikum var algengt verð á bensínlítra í Danmörku 14,69 DKK sem gerir um 286,50 íslenskar krónur. Algengt verð á lítra á þjónustustöð í Svíþjóð var þá ríflega 21 SEK sem gerir um 262 íslenskar krónur. Á þessum tímapunkti kostaði bensínlítri á þjónustustöð hjá N1 329,90 krónur og 325,70 krónur hjá Orkunni.

Tillögur FÍB um kílómetragjald kannski angi af þessari hugmyndafræði

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Þetta kom fram í viðtali við Runólf á vísi.is

Enn nýtt met í umferð á Hringvegi

Umferðin í nýliðnum september á Hringveginum reyndist nærri fjórum prósentum meiri en í september fyrir ári síðan. Umferðin eykst mest á Suðurlandi. Búast má við að umferðin í ár aukist um sjö prósent sem er töluvert mikil aukning á einu ári að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Kílómetragjald leggst á raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla 2024

Í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að eig­end­ur raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla munu þurfa að greiða kíló­metra­gjald árið 2024. Er það um ári fyrr en eig­end­ur dísel- og bens­ín­bíla sem verða rukkaðir um gjaldið í árs­byrj­un 2025. Kíló­metra­gjaldið sé hluti af nýju kerfi, og muni það leysa af hólmi sér­stakt gjald á bens­ín og olíu sem nú sé í gildi.

Stórar innkallanir hjá Hyundai og Kia í Bandaríkjunum

Suður-kóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia hafa innkallað tæplega 3,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum vegna eldhættu. Fyrirtækin hafa hvatt eigendur bílanna að nota þá ekki fyrr en innköllunarviðgerð er lokið.

Tafir á framkvæmdum á Hafnarfjarðarvegi

Framkvæmdir vegna nýrra strætóstöðva við Hafnarfjarðaveg / Kringlumýrarbraut standa yfir. Þrengja hefur þurft veginn austan megin, á leiðinni til Reykjavíkur, til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsfólks. Vegfarendur sem þarna fara um hafa tekið eftir þvi að framkvæmdir hafa dregist á langinn og valdið töfum því samfara. En hvað veldur þessari seinkun á verklokum?

Mikillar óánægju gætir með hækkun bílastastæðagjalda í borginni

Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tóku gildi nú um mánaðamótin. Unnið var að því um helgina að breyta tæplega 300 skiltum í borginni. Tillaga þessa efnis var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í lok júní sumar.

Hlutdeild nýorkubíla 72,5% fyrstu níu mánuði ársins

Tölur sýna að nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu ársins er 5,4% meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar orðnar 13.838 en voru í fyrra 13.127 fyrstu níu mánuði ársins. Bílar til almennra notkunar eru alls 7.076 sem er um 51,1% hlutdeild. Bifreiðar til ökutækjaleiga eru 6.674 sem er um 48,2% hlutdeild að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Kynningarfundir varðandi Sundabraut

Kynningarfundir á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar verða haldnir í októberbyrjun um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar.

67% ferða í Reykjavík eru farnar á bíl

Ferðavenjur Íslendinga voru kannaðar 6. október til 30. nóvember 2022 og var Reykjavíkurskýrslan kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Síðasta ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2019.