Fréttir

Minni umferð á Hringveginum

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum dróst saman um 1,4 prósent í júní mánuði. Líklegt verður að telja að slæmt veður í upphafi mánaðar gæti hafa haft áhrif á umferðina. Þótt ekki hafi verið slegið met í júní má reikna með að umferðin í ár aukist um nærri fimm prósent.

Jarðgöng talin æskilegri kostur

Jarðgöng eru nú metin æskilegri kostur fyrir Miklubraut en stokkur sem lengi hefur aðallega verið í umræðunni. Fjórar útfærslur eru til skoðunar fyrir framkvæmdir á Miklabraut, tvær fyrir stokk og tvær fyrir jarðgöng. Að mati þekkingafyrirtækisins EFLU, sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina, ætti að fara með jarðgöng á næsta hönnunarstig.

Lokanir tryggja öryggi gangandi vegfarenda

Nú standa yfir framkvæmdir og lagfæringar á gatnakerfinu víða á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar hafa borist um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og eins um framkvæmdir beggja vegan Kringlumýrarbrautar í Fossvogi svo eitthvað sé nefnt. Vegfarendur sem þar fara um velta því fyrir sér af hverju sé ekki gengið frá vinnusvæðum eftir vinnudag? Alltaf sömu tafirnir viðvarandi þó vinnudegi sé lokið.