Fréttir

Salt til hálkuvarna fyrir íbúa

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í borginni en undanfarna daga hefur skapast mikil hálka á götum og stígum borgarinnar. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hefur verið með viðbúnað vegna hálkunnar, sem hefur falist í að salta götur ásamt göngu- og hjólaleiðum eins ört og unnt er.