Fréttir

Aukinn þungi lagður í hreinsun gatna á síðustu dögum

Hreinsun gatna á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu hófst fyrir tíu dögum síðan. Nú hefur aukinn þungi verið lagður í verkefnið á síðustu dögum. Áfram hefur verið haldið að sópa götur á höfuðborgarsvæðinu en nú verður farið í öll hverfin. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að ljúka því verkefni fyrir eða um helgina.

Litlar breytingar í nýskráningum

Litlar breytingar hafa orðið á nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Bílasala hefur haldist á sama róli og er núna þegar tíu vikur eru liðnar af árinu um 47,6% minni en á sama tímabili í fyrra.

Varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum

Ástand Vestfjarðavegar (60) í Reykhólasveit og Dalabyggð er afar bágt eins og áður hefur komið fram að í tilkynningum Vegagerðarinnar. Slitlag hefur farið mjög illa og hefur burðarlag gefið sig á löngum köflum. Það veldur því að stórir kögglar í slitlagi hafa losnað og við það skapast mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn.

Ný reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Um­ferðar­skilti sem tákna lág­marks­hraða, um­ferðartaf­ir, göngu­göt­ur og hjól­arein­ar eru meðal þeirra rúm­lega fjöru­tíu skilta sem verða tek­in í notk­un, auk sér­stakra um­ferðarljósa fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur.

Umferðin aldrei mælst meiri í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,7 prósent í febrúar. Aldrei hefur mælst meiri umferð í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúm fimm prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Hreinsun gatna á stofnæðum hófst síðastliðna nótt

Með hækkandi sól fer af stað hreinsun gatna og stíga á höfuðborgarsvæðinu. Hreinsun gatna á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu hófst síðastliðna nótt. Áfram verður haldið á næstu dögum á meðan áfram er milt í veðri eins og veðurspár gera reyndar ráð fyrir.

Aldrei mælst meiri umferð á Hringvegi í febrúar

Umferðin heldur áfram að slá eigin met á Hringveginum. Umferðin í febrúar um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar jókst um tæplega 12 prósent. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð í febrúar. Athygli vekur að það er umferðin um Suðurland sem eykst mest að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Tímasetningin röng og mögulega er kílómetragjaldið of hátt

Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla tekur í gildi hér á landi 2030. Frá og með þeim tíma eiga allir nýir bílar, fólksbílar, að vera knúnir rafmagni, vetni, metani og eða öðrum orkugjafa sem ekki er sóttur í jörðu. Þetta er sjálfsagt með mestu breytingum í loftslagsaðgerðum stjórnvalda sem almenningur mun finna fyrir. Það voru teknar upp ívilnanir til að greiða fyrir kaupum almennings á rafbílum og fyrir vikið lækkuðu þeir töluvert í verði. Síðan hefur eitt og annað verið gert af hálfu stjórnvalda sem hefur orðið þess valdandi að verð á rafbílum hefur hækkað.

Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC bíll ársins í Evrópu

Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC var val­inn Evr­ópu­bíll árs­ins á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Genf í Sviss. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá BL hlaut Renault Scenic E-TEC af­ger­andi sig­ur með 329 stig­um. Þetta er í sjöunda sinn sem Renault hlýtur þessi verðlaun en þetta var í 61. skipti sem viðurkenningin er veitt.

Samdráttur í nýskráningum heldur áfram

Það sem af er þessu ári er samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða um 52,4%. Nýskráningar eru núna orðnar alls 730 bifreiðar en voru á sama tímabili í fyrra 1535. Í febrúar einum eru þær alls 273 en voru í sama mánuði í fyrra 802. Bifreiðar til almennra notkunar eru alls 77,9% og rúm 20% til ökutækjaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.