Fréttir

Ný vegrið komin á 12 brýr af 20 í vegriðsátaki

Tæplega tólf hundruð brýr á Íslandi heyra undir Vegagerðina. Þar af eru 654 einbreiðar brýr og 532 tvíbreiðar brýr, eða samtals um 31 kílómetri af brúm. Meðalaldur brúa er 45 ár en þriðjungur þeirra er orðinn meira en 60 ára gamall. Árið 2019 setti Vegagerðin af stað átak í vegriðsmálum þar sem gerð var öryggisúttekt á 900 brúm. Helstu áhættuþættir voru metnir en sérstök áhersla var lögð á að taka út ástand og öryggi vegriða til að meta hvar brýnast væri að skipta út eldri vegriðum fyrir ný og sterkbyggðari vegrið sem uppfylla gildandi öryggisstaðla.

Salt til hálkuvarna fyrir íbúa

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í borginni en undanfarna daga hefur skapast mikil hálka á götum og stígum borgarinnar. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hefur verið með viðbúnað vegna hálkunnar, sem hefur falist í að salta götur ásamt göngu- og hjólaleiðum eins ört og unnt er.