Fréttir

Malbikað fyrir rúman milljarð á árinu

Malbikað verður fyrir alls um 842 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

FÍB hvetur Neytendastofu til að taka á ófremdarástandi á bílastæðum

FÍB hefur óskað eftir aðgerðum af hálfu Neytendastofu vegna ófremdarástands við gjaldtöku á bílastæðum.

Endurskoðun skaðabótalaga hefur tekið 6 ár

Ellefu ár eru liðin síðan Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) sendu frá sér ítarlega skýrslu um nauðsyn þess að bæta framkvæmd örorkumats samkvæmt skaðabótalögum.

Mælt fyrir breytingum á umferðarlögum um öryggi smáfarartækja

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til breytingar á umferðarlögum, nr. 77/2019. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem hafa það markmið að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta.

Fyrsti rafbíllinn sem ekið er hringinn í kringum heiminn

Ævintýrakonan Lexie Alford setti á dögunum opinbert met með því að vera fyrsta manneskjan sem ekur í kringum allan heiminn á rafknúnu farartæki, nýjum Ford Explorer rafmagnsjeppa. Lexie ók nýjum Ford Explorer yfir marklínuna sem var í í frönsku borginni Nice.

Vorhreinsun er hafin

Vorhreinsun er hafin en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hluti af vorhreinsun er götuþvottur íbúagatna.

Grindavíkurvegur opinn fyrir íbúa, viðbragðsaðila og starfsfólk

Grindavíkurvegur, frá Reykjanesbraut að Grindavík, er nú opinn fyrir umferð. Opnunin gildir aðeins fyrir Grindvíkinga, viðbragðsaðila og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík og við Svartsengi.

Samdráttur í bílasölu á Norðurlöndunum

Það er ekki bara samdráttur í bílasölu á Íslandi um þessar mundir. Þegar rýnt er í sölu nýrra bíla í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hefur bílasala dregist mikið saman á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Ný veður- og upplýsingaskilti

Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Á skiltunum eru allajafna birtar upplýsingar um veður, þ.e. vindátt, vindhraða og hitastig. Einnig kemur fram frá hvaða veðurstöð upplýsingarnar eru fengnar. Ef vindhraði fer yfir 15m/sek birtast einnig upplýsingar um það.

Jarðgöng vöktuð allan sólarhringinn

Vegagerðin rekur tvær vaktstöðvar og umferðarþjónustuna 1777. Eitt af hlutverkum vaktstöðvanna er að fylgjast með jarðgöngum landsins en 1777 veitir upplýsingar til vegfarenda til dæmis þegar eitthvað kemur uppá í jarðgöngum.