08.05.2024
Um síðustu áramót voru samþykkt lög um kílómetragjald sem kveða á um að af bíl sem knúinn er rafmagni eða vetni verði greitt kílómetragjald að fjárhæð sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra, en kílómetragjald af tengilbifreið verður tvær krónur á kílómetra. Á sama tíma voru felldar úr gildi skattaívilnanir vegna rafbíla. Það sem af er árinu hefur nýskráningum fólksbíla fallið um helming og þá alveg sérstaklega í rafbílum.
07.05.2024
Í ársskýrslu slysaskráningar umferðaslysa sem Samgöngustofa gefur út kemur fram að átta létust í umferðarslysum árið 2023. 229 slösuðust í alvarlegum umferðarslysum á síðasta ári en árið 2022 voru þeir 195. Samanlagður fjöldi látinna og alvarlega slasaðra er 237 og hefur aldrei verið meiri á þessari öld að því er fram kemur í skýrslunni. Áætlaður kostnaður við öll umferðarslys á síðasta ári er að mati Samgöngustofu 78,3 milljarðar króna.
07.05.2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur þá ökumenn, sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.
07.05.2024
Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl jókst um 1,8 prósent sem er heldur minni aukning en mánuðina þar á undan. Eigi að síður hefur aldrei mælst meiri umferð á Hringveginum í aprílmánuði. Frá áramótum hefur umferðin aukist um nærri sjö prósent sem er mikil aukning að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
06.05.2024
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir það hafa aukist undanfarið að tryggingafélög sæki á nýja bílaeigendur vegna skulda fyrri eiganda. Óformlegt samkomulag hafi verið gert árið 2020 en það sé ekki virt lengur. Þetta kom fram í máli Runólfs í samtali við fréttastofu ríkissjónvarpsins.
06.05.2024
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ofsögum sagt að breytingar á ívilnunum í kaupum á rafbílum um síðustu áramót sé ástæðan fyrir minnkandi nýskráningum fólksbíla það sem af er árinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali við ráðherrann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
03.05.2024
Í gær sagði fréttastofa RÚV frá því að fólk sem hafði keypti bíl í febrúar hefði verið krafið um greiðslu rúmlega 300 þúsund króna tryggingaskuldar. Fyrri eigandi greiddi ekki tryggingar af bílnum og því átti að ganga á nýju eigendurna sem voru alls grunlausir um skuldina. Fólkið keypti sér Ford Explorer í febrúar og áttu þau ekki von á að fá innheimtubréf nokkrum mánuðum síðar upp á rúmar 300 þúsund krónur.
30.04.2024
Cybertruck frá Tesla verður til sýnis á völdum stöðum í Evrópu á næstu vikum, og er hér um að ræða Cyber Odyssey ferðalagið. Á Íslandi verður Cybertruck frumsýndur í Tesla, Vatnagörðum 24 frá 28. júní til 30. júní.Upplýsingar um viðkomustaði Cyber Oddyssey ferðalagsins eru aðgengilegar hér.
30.04.2024
Tímamót í orkuskiptum urðu í gær þegar fimm fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu um að kaupa stóra vöruflutningabíla sem knúnir verða með vetni. Þeir fyrstu verða afhentir að ári.
30.04.2024
Vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel verður umferð bíla færð á hjáleið til hliðar við framkvæmdasvæðið. Umferð gangandi færist á hjáleið um gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels.