06.01.2025
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að stjórnvöld hafi farið of bratt í að draga úr ívilnunum varðandi rafbíla. Runólfur segir að stjórnvöld hafi gert mistök þegar ívilnanir vegna kaupa á nýjum rafbílum voru felldar úr gildi fyrir ári. Lengri tíma geti tekið að rafvæða bílaflota landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins.
06.01.2025
Í umfjöllun á visir.is kemur fram að bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson, segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð.
03.01.2025
Samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða hér á landi var um tæp 42% á árinu 2024, samanborið við árið 2023. Nýskráningar var alls 11.543 á árinu 2024 en 20.454 árinu á undan að því er fram kemur í tölum frá Samgöngustofu.
02.01.2025
Rafbílar njóta aldei sem fyrr meiri vinælda í Noregi. Árið 2024 voru rafbílar með 89% markaðshlutdeild og jókst salan á þeim um 7% á milli ára.
02.01.2025
Undirbúningur Sundabrautar er á góðri siglingu hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg. Umhverfismatsskýrsla og breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur verða kynntar með vorinu. Vonir standa til þess að útboðsferli samvinnuverkefnis um Sundabraut geti hafist á árinu 2025 að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar.