05.03.2025
Bílasala fer víðast hvar vel af stað á þessu ári í Evrópu. Nýskráningar fólksbifreiða hér á landi eru líka mun fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Í Svíþjóð svo dæmi sé tekið er fjölgun nýskráninga á fólksbílum, þróun sem virðist ætla að halda áfram.
03.03.2025
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir að enn sé stefnt að því að innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni. Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi um helgina.
28.02.2025
Þessi heita kartafla er svokölluð „flýti- og umferðargjöld“ sem byrja átti að innheimta á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2023. Rukka átti bíleigendur fyrir akstur milli sveitarfélaga og borgarhluta á tilteknum tímum dags og nota tekjurnar til að fjármagna stórtækar samgönguframkvæmdir samgöngusáttmálans.
27.02.2025
Umsnúningur hefur orðið í nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Nýskráningar voru alls 1.047 bifreiðar á fyrstu sjö vikum ársins en voru 674 á sama tíma á síðasta ári. Aukningin nemur 55,3% en bílasala í febrúar hefur verið sérlega góð. Nýskráningar til almennra notkunar er um 65,8% og til ökutækjaleiga rúmlega 33%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
25.02.2025
Japanski bílaframleiðandinn Toyota lofar nú ódýrari vetnisröfölum sem hafa sama endingartíma og dísilvélar. Verð og eyðsla er lægri en áður. Toyota ætlar að halda áfram að fjárfesta í vetni. Þriðju kynslóðar vetnisrafalar eiga að verða hagkvæmari með lægri framleiðslukostnaði, 20% minni eldsneytiseyðslu og tvöföldum líftíma, sambærilegum við dísilvél.
25.02.2025
Brot 494 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 21. febrúar til mánudagsins 24. febrúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.
21.02.2025
Hættuástand skapaðist á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum í þessari viku vegna blæðinga í klæðningu. Þungatakmarkanir voru settar á vissa staði, sem komu í veg fyrir að flutningabílar kæmust ekki leiðar sinnar. Fram kom í umfjöllun Kastljóss á RÚV að Vegagerðin þyrfti 20 milljarða króna í grunnfjárveitingar á ári en fái aftur á móti aðeins 12-13 milljarða.
21.02.2025
ílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verður kynnt á næstunni að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Sambærileg áform voru uppi hjá fyrri ríkisstjórn en ekki tókst að klára það mál fyrir kosningar.
21.02.2025
Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu í lok síðasta árs kom í ljós að 20% þeirra svarenda sem höfðu ekið á undanförnum 6 mánuðum höfðu verið nálægt því að sofna undir stýri.
19.02.2025
Kílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verði kynnt í vikunni. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra í viðtali á RÚV.