13.01.2025
Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins um helgina. Eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina hafa bílar orðið fyrir tjóni við að aka ofan í djúpar holur. Vegfarendur er því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum. Það getur tekið skamman tíma fyrir holu að myndast, jafnvel djúpa holu sem getur leitt til tjóns.
09.01.2025
Lög um kílómetragjald á raf- og tengiltvinnbíla komu til framkvæmda fyrir ári síðan. Í lögunum er ákvæði um mögulega 50 þúsund króna sekt ef trassað er að skila inn kílómetrastöðu á almanaksári.
06.01.2025
Innan Evrópusambandsins er byrjaði að leggja viðbótartolla á rafknúin ökutæki frá Kína. Tollaheimildin tók formlega gildi föstudaginn 1. nóvember 2024. Þessir tollar, sem geta verið allt að 37,6%, koma til viðbótar við 10% innflutningstolla sem voru þegar í gildi.
06.01.2025
Þróunin er skýr samkvæmt nýrri frétt bílatímaritsins Auto Motor Sport. Bensín- og dísilbílar verða sífellt dýrari en rafbílar lækka í verði. Rafbílar verða brátt ódýrustu ökutækin.
06.01.2025
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að stjórnvöld hafi farið of bratt í að draga úr ívilnunum varðandi rafbíla. Runólfur segir að stjórnvöld hafi gert mistök þegar ívilnanir vegna kaupa á nýjum rafbílum voru felldar úr gildi fyrir ári. Lengri tíma geti tekið að rafvæða bílaflota landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins.
06.01.2025
Í umfjöllun á visir.is kemur fram að bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson, segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð.
03.01.2025
Samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða hér á landi var um tæp 42% á árinu 2024, samanborið við árið 2023. Nýskráningar var alls 11.543 á árinu 2024 en 20.454 árinu á undan að því er fram kemur í tölum frá Samgöngustofu.
02.01.2025
Rafbílar njóta aldei sem fyrr meiri vinælda í Noregi. Árið 2024 voru rafbílar með 89% markaðshlutdeild og jókst salan á þeim um 7% á milli ára.
02.01.2025
Undirbúningur Sundabrautar er á góðri siglingu hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg. Umhverfismatsskýrsla og breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur verða kynntar með vorinu. Vonir standa til þess að útboðsferli samvinnuverkefnis um Sundabraut geti hafist á árinu 2025 að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar.