Fréttir

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á undan áætlun

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun ganga mjög vel. Um er að ræða kaflann framhjá Álverinu. Unnið er víða á kaflanum og útlit fyrir að verkinu ljúki á undan áætlun.

Lýsa yfir áhyggjum af hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi

Hættustig hafa verið í gildi á síðustu dögum vegna blæðinga í vegum víða á Vesturlandi. Má nefna á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildi um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.

Umferð­in eykst á höfuð­borgar­svæð­inu

Í janúar jókst umferð á þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á hb.svæðinu um 7,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Mest var aukningin á Hafnarfjarðarvegi (20%), en minnst á Vesturlandsvegi (1,7%). Heildarumferðin í janúar náði tæpum 175 þúsund ökutækjum á sólarhring. Mest var umferðin á föstudögum og minnst á miðvikudögum samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Bókleg próf fyrir aukin ökuréttindi verða rafræn

Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.

Hættustig á vegum á Vesturlandi vegna blæðinga

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hættustig sé í gildi vegna blæðinga á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildir um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.

Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar

Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins og víða um land á síðustu dögum. Eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina hafa bíl­ar orðið fyr­ir tjóni við að aka ofan í djúp­ar hol­ur.

Gert við holur og skemmdir á vegum eins fljótt og kostur er

Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinnur nú að því að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt í veðri, mikil rigning og bleyta. Erfitt getur verið fyrir ökumenn að sjá fólk að störfum sem skapar hættu á slysum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Bílasala að rétta úr kútnum

Nýskráningar fólksbifreiða á fyrstu fimm vikum þessa árs eru 31,5% fleiri en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar það sem af er á árinu eru alls 688 en voru 523 á fyrstu fimm vikum ársins 2024. Bílar til almennra notkunar er um 75%, alls 515, og til ökutækjaleiga 165 bílar að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu

Umferðarmet slegið

Í janúar 2025 jókst umferðin um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi (1), samanborið við sama mánuð árið áður, og slegið var nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag.

Bílaframleiðendur setja öryggi í forgang

Árið 2024 breyttust öryggisreglur Euro NCAP fyrir fólksbíla ekki. Nýlega voru birtar voru einkunnir fyrir 53 bíla, þar af voru 41 nýjar bílategundir og 12 viðbótarbílar eða útfærslur. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður aðlöguðust nýir aðilar á markaði fljótt að nýjum 5-stjörnu kröfum og sýndu framúrskarandi öryggisstig.