05.03.2017
Borgaryfirvöld í Peking í Kína hafa sett á laggirnar áætlun þess efnis að skipta út öllum bensínknúnum leigubílum fyrir rafknúna leigubíla. Er þetta einn liðurinn í þeirri áætlun að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í borginni.
03.03.2017
Frá og með 1. mars tóku í gildi nýjar og hertar reglur við notkun farsíma undir stýri á Englandi, Skotlandi og Wales. Ökumenn í þessum löndum, sem ekki nýta sér handfrjálsan búnað við notkun farsíma, standa nú frammi fyrir mun harðari viðurlögum en áður.
01.03.2017
Það er fátt eins hvimleitt en að vera fastur í umferðinni en í þessum aðstæðum lenda ökumenn á höfuðborgarsvæðnu stundum í á leið sinni í vinnu á morgnana og síðan aftur heim að loknum vinnudegi. Á vissum álagtímum er umfeðin einnig ansi þung eins og flestir þekkja.
28.02.2017
Snjómoksturstæki á höfuðuborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast eftir gríðarlega snjókomu sem gerði aðfaranótt sunnudags. Jarðfallinn snjór var 51 cm sem er einn sá næstmesti sem fallið hefur síðan mælingar hófust. Mestur vann hann í janúar 1937 og þá mældist snjódýptin 55 cm.
27.02.2017
Ford Fiesta er í toppsætinu yfir mest seldu bifreiðar í Bretlandi í janúar en sölutölur þess efnis voru birtar á dögunum. Alls seldust 8500 bílar af þessari tegund og segja sérfræðingar þetta ekki koma óvart.
27.02.2017
Verstu vegkaflar landsins, þ.e. þar sem flest slys verða á hvern km, síðastliðin fimm ár eru skoðaðir í kafla 1.1.5. Flest slys með meiðslum eiga sér stað á Hellisheiði og í öðru sæti er Reykjanesbrautin á milli Vatnsleysustrandarvegar og Grindarvíkurvegar.
24.02.2017
Tesla ætlar í júlí í sumar að hefja framleiðslu á Tesla Model 3. Ætlunin er í byrjun að framleiða um fimm þúsund bíla á viku og á næsta ári verði framleiðslan kominn í tíu þúsund eintök. Fyrstu bílarnir verða síðan afhentir nýjum og spenntum eigendum á miðju ári 2018. Mikil eftirspurn er eftir þessum bílum en nú þegar hafa borist yfir 400 þúsund pantanir.
23.02.2017
Ýmsar athyglisverðar niðurstöður koma fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu um aksturshegðun almennings. Könnunin, sem birt er á vef Samgöngustofu, var mjög yfirgrips mikil en hún var unnin dagana 1.-14. nóvember á síðasta ári. Um netkönnun var um að ræða sem send var til 1.486 manns og var svarhlutfall 64,4%.
23.02.2017
Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng fari nokkuð fram úr upphaflegum áætlunum en fram kom í Fréttablaðinu í gær um málið að göngin myndu kosta 3.2 milljörðum meira en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Fram kemur einnig í blaðinu að unnið sé að því að fá viðbótarlán frá ríkinu vegna þessa en búist er við að kostnaðurinn gæti enn aukist þar sem greftri er enn ekki lokið í göngunum.