Fréttir

Lexus/Toyota efst á gæðalista Consumer Report

Lexus og Toyota eru eins og í fyrra efst á árlegum áreiðaleikalista Consumer Report neytendastofnunarinnar bandarísku.

Ökumönnum er skylt að hafa öll ökuljós kveikt

Margir ökumenn nýrra bifreiða eru ólöglegir við akstur sökum ljósaskorts. Ljósabúnaður bifreiða í dag er orðinn töluvert fjölbreyttari en áður en það er alfarið á ábyrgð ökumanna að hann sé rétt notaður.

Toyota innkallar 5.8 milljón bíla í Japan, Kína og Evrópu

Uppblástursbúnaður (sprengihleðslur) fyrir Takata loftpúða er ástæða þess að Toyota Motor Corp. innkallar nú samtals 5,8 milljón bíla. Skipta þarf út hættulegum uppblástursbúnaði púðanna. Innköllunin nú nær til bæði loftpúða sem fyrri Takata- innkallanir náðu ekki til en líka til uppblástursbúnaðar sem skipt var út í Takata-innkölluninni árið 2010. Reuters fréttaveitan greindi frá þessu nú í morgun, miðvikudag.

Hve lengi geymist dísilolían á bílnum?

Stundum verður þess vart að fólk hafi áhyggjur af því að nútíma dísilolía fyrir bíla hafi takmarkað geymsluþol og mun takmarkaðra en fyrir tveimur-þremur áratugum. Skyldi vera eitthvað til í þessu?

Apple hættir við sjálfkeyrslubílinn

Apple tölvufyrirtækið hefur lagt meginhluta svonefnds Titan-verkefnis á hilluna

Bannar Þýskaland nýskráningar bensín- og dísilbíla 2030?

Þýska tímaritið Der Spiegel greinir frá því að samstarfsráð þýsku sambandsríkjanna hafi nýlega samþykkt að frá og með árinu 2030 verði bannað að nýskrá bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti (dísil- og bensínbíla). Ráðið skorar ennfremur á önnur ríki Evrópusambandsins að gjöra slíkt hið sama.

Fisker lofar mesta dræginu

Danski bílahönnuðurinn Henrik Fisker og höfundur bíla eins og BMW Z8 og Aston Martin DB9 boðar nú nýjan rafbíl og lofar því að hann verði sá langdrægasti til þessa.

VW og JAC í Kína hefja samvinnu um að framleiða rafbíla

Volkswagen mun byggja ódýra rafmagnsbíla í Kína í samvinnu við Jianghuai Automobile (JAC). Bílarnir verða byggðir á undirvagni JAC rafbíls sem þegar er til og verða hvorki markaðssettir sem VW eða JAC heldur undir nýju tegundarheiti. Jochem Heizmann forstjóri Volkswagen í Kína greindi kínverskum blaðamönnum frá þessu á bílasýningunni í París alveg nýlega.

Mercedes í rafmagnsformúluna 2018-19

Daimler (Mercedes Benz) sem átt hefur sigursælt Formúlu eitt lið undanfarin ár hefur sótt um það hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu, að taka þátt í fimmta keppnistímabili rafmagnsformúlunmar (Formula E) 2018-19. Á keppnistímabilinu 2016-17 sem hefst í Hong Kong um næstu helgi taka 10 lið þátt en gert er ráð fyrir því að þau verði orðin tólf 2018-19.

Nýr Bronco – Trump að þakka?

Nýr Bronco jeppi er á leiðinni frá Ford, mörgum gömlum aðdáendum þessa forfræga jeppa til gleði. Ýmsir þeirra spyrja sig reyndar hvort megi þakka það Donald Trump forsetaframbjóðanda eða ekki. En tilkynningin um nýjan Bronco er komin frá Ford ásamt yfiorlýsingu um að hann verði framleiddur Michigan eins og gömlu Bronkóarnir.