Fréttir

Volvo og Uber vinna saman að nýjum bíl

Volvo Cars og Uber boða nú náið samstarf sín í milli um sjálfakandi leigubíla. Volvo leggur til nýjan bíl sem byggður verður á svonefndri SPA-grunnplötu sem er grunnur hins nýja Volvo XC-90 og fleiri Volvóbíla.

Vegatolla- og einkavæðing þjóðvega

Þjóðvegakerfi landsins er í bágu ástandi eftir áralangan viðhaldsskort. Í kjölfar batnandi efnahags og gríðarlegs fjöld ferðamanna sem lagt hefur leiðir sínar til Íslands undanfarin fá ár og stóraukinnar umferðar á vegunum er þörf skjótra úrbóta ef vegir víða eiga ekki hreinlega að eyðileggjast. Það er flestum ljóst. En ennþá er lausnarorðið einkavæðing eða einkaframkvæmd á þessum eða hinum vegarkaflanum?

Danskir eigendur Tesla kvarta undan lélegri viðhaldsþjónustu

-Það má ljóst vera að innflutnings- og þjónustuaðili Tesla bíla verður að taka sig rækilega á, segir danskur eigandi Tesla S rafbíls. Hann og fleiri Tesla eigendur kvarta mjög undan lélegri ábyrgðarþjónustu og óheyrilega langri bið eftir viðgerðum og almennu viðhaldi bílanna.

Norsk stjórnvöld afneita væntanlegu sölubanni bensín- og dísilbíla 2025

Norsk stjórnvöld neita því staðfastlega að til standi að banna sölu bifreiða með brunahreyfla frá og með árinu 2025. Ekkert standi í nýrri samgönguáætlun um að stefnt sé að slíku banni. Talsmaður norska samgönguráðuneytisins segir við Automotive News að annað mál sé að stjórnvöld vilji hvetja bílakaupendur með ýmsum hætti, þar á meðal ívilnunum, til að velja umfram allt umhverfismilda bíla þegar keyptur er nýr bíll.

Infiniti kynnir nýja bensínvél sem slær dísilvélar út í afli og sparneytni

Infiniti; lúxusmerki Nissan, ætlar að kynna nýja bensínvél; VC-T, á bílasýningunni í París í næsta mánuði. Nýja vélin er sögð marka meiriháttar tímamót og vera allt í senn ívið aflmeiri, en mun minni, léttari og sparneytnari en stóra sex strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Automotive News greinir frá þessu.

Auðvelt að opna og stela milljónum nýrra og nýlegra bíla?

Breskir og þýskir vísindamenn hafa fundið gloppu í fjarstýrðum læsingum fjölmargra tegunda og gerða nýrra og nýlegra bíla. Auðvelt mun vera að panta teikningar og efni á Netinu, greiða fyrir það fáeina þúsundkalla og setja síðan saman rafræna ,,þjófalykla” sem opnað geta milljónir bíla og ræst þá.

Nýtt vopn gegn umferðarlagabrjótum

Starfshópur á vegum Evrópusambandsins er langt kominn með þróun nýs tækis til að stöðva bíla þeirra ökumanna sem hunsa boð lögreglu um að stansa heldur þvert á móti gefa í og reyna að komast undan. Af slíku og meðfylgjandi eftirför lögreglu skapast oft stórkostleg hætta.

Nissan reynsluekur „áfengisrafbílnum“

Hjá Nissan stendur nú yfir reynsluakstur á sérstæðum rafbíl sem við sögðum frá í þessari frétt. Í bílnum er efnarafall sem dregur vetni úr venjulegu áfengi (etanóli), breytir vetninu svo í rafstraum sem knýr bílinn. Prófanirnar fara fram í Brasilíu í almennri umferð á vegum og götum.

Rétt rúmur helmingur nýskráðra bíla á Íslandi í ár eru dísilbílar

Rífandi gangur er í sölu nýrra bíla í flestum Evrópuríkjum um þessar mundir og er Ísland þar engin undantekning. Frá áramótum til loka júlímánaðar sl. voru nýskráðir 15.055 nýir bílar á Íslandi.

Brexit ógnar breskri Nissanverksmiðju

Nissan bílaverksmiðjan í Sunderland í Bretlandi er ein sú stærsta þar í landi og framleiðir um þriðja hvern bíl sem byggður er í landinu. Eftir að Bretar samþykktu útgöngu úr Evrópusambandinu í Brexitkosningunum ríkir óvissa um framtíð verksmiðjunnar í Sunderland.