15.09.2016
Í fréttatilkynningu frá Renault segir að ný-uppfærðir Dacia Sandero, Sandero Stepway, Logan og Logan MCV verði sýndir á bílasýningunni í París sem hefst í lok mánaðarins. Breytingarnar lúti bæði að útliti bílanna og innviðum þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá að útlitsbreytingarnar eru óverulegar og ekkert segir um það í hverju tækniuppfærslurnar felist nema það að í stað peruljósa eru komin LED-ljós.
14.09.2016
Jaguar-Land Rover hefur hafið byggingu nýrrar bílaverksmiðju í Slóvakíu. Í henni stendur til að framleiða nýja línu Landróvera sem byggðir verða úr áli og koma munu í stað gamla Landróversins sem nú er hætt að framleiða. Automotive News greinir frá þessu og hefur eftir forstjóranum; Alexander Wortberg að byggðar verði tvær megingerðir og hvor um sig í mörgum útfærslum.
14.09.2016
Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki.
12.09.2016
Lengi hefur verið búist við innrás kínverskra bíla á evrópskan bílamarkað svipaða japönsku innrásinni um og eftir 1970. Af henni hefur ekki orðið ennþá að heitið geti, en það gæti breyst senn.
12.09.2016
Bandaríkin eru sannarlega mesta pallbílaland heimsins. Ekki einu sinni heimsmarkaðsverð eldsneytis á hverjum tíma virðist geta neinu breytt um það.
12.09.2016
Renault afhenti á föstudaginn var lyklana að 100 þúsundasta Renault rafbílnum í Osló í Noregi. Bíllinn er af gerðinni Zoe. Fimm ár eru síðan Renault hóf að fjöldaframleiða rafbíla. Í dag er fyrirtækið sterkast á rafbílamarkaði Evrópu með 27 prósenta markaðshlutdeild.
09.09.2016
PSA – framleiðandi Peugeot, Citroen og DS bíla viðurkenndi á miðvikudaginn svokallaða HVO dísilolíu sem fullgilt eldsneyti á alla þá dísilbíla sem PSA framleiðir, svo fremi sem hún stenst samanburð við hefðbundna dísilolíu úr jarðolíu. Viðurkenningin heimilar að nota má jafnvel óblandaða HVO olíu á allar dísilvélar PSA sem uppfylla Euro5 og Euro6 mengunarstaðlana.
08.09.2016
Bandaríska kvikmynda- og fjölmiðlasamsteypan Liberty Media hefur gert kaupsamning um Formúluna við breska öldunginn Bernie Eccelstone upp á 4,4 milljarða dollara. Eccelstone verður áfram framkvæmdastjóri Fomúlunnar um sinn, en Chase Carey framkvæmdastjóri 21. Century Fox kvikmyndafélagsins verður stjórnarformaður.
05.09.2016
Um þessar mundir eru 60 ár frá því að fyrsti Volvo Amazon bíllinn rann fullskapaður af færibandinu í Lundby-bílaverksmiðju Volvo í Gautaborg. 14 árum síðar, þann 3. júlí 1970, rann síðasti Amazoninn af færibandinu. Þá höfðu 667.791 Volvo Amazon bílar verið byggðir. Í heimalandinu Svíþjóð seldust rúmlega 297.000 Amazon bílar þau 14 ár sem framleiðslan stóð. Af þeim eru 24.282 enn á skrá.
05.09.2016
Hinn nýi Skoda Kodiaq verður sýndur á Parísarbílasýningunni í lok þessa mánaðar og kemur í ,,búðir” í Evrópu á fyrri hluta næsta árs. Skoda í Tékklandi vonast til að þessi bíll verði ekki síður vinsæll en bæði Octavia og Superb bílarnir hafa verið og ekki síst á norðlægari slóðum álfunnar