04.10.2016
Hábyggði smábíllinn Suzuki Ignis var talsvert algengur hér á landi um tíma upp úr aldamótunum. Hann fyrirfannst í nokkrum útgáfum; tveggja og fjögurra dyra, framdrifinn eða fjórhjóladrifinn og meira segia í sérstakri nokkuð frískri sportútgáfu.
03.10.2016
Eins og margir minnast efalaust þá samdi gamla strákagengið í TopGear við Amazon um gerð nýrrar þáttaraðar í anda TopGear. Það gerðist eftir að búið var að reka Jeremy Clarkson og þeir Richard Hammond og James May búnir að segja upp hjá BBC í kjölfarið.
03.10.2016
Þótt Ford, Mazda og Volvo taki ekki þátt í bílasýningunni í París sem opnuð var almenningi sl. laugardag, þá er Opel á staðnum og sýnir m.a. hinn nýja rafbíl Opel Ampera-e. Hann er nú, eftir að búið er að eyðslumæla hann samkvæmt NEDC-staðlinum, sagður komast 500 km á rafhleðslunni sem er 100 km betra en áður hefur verið sagt.
03.10.2016
Bílasýningin í París stendur nú yfir. Hún er haldin annað hvert ár til skiptis við sýninguna í Frankfurt. Athygli vekur að þrír mikilvægir bílaframleiðendur eru ekki með í París að þessu sinni. Þeir eru Ford, Volvo og Mazda.
28.09.2016
FÍB gagnrýndi á sínum tíma aðdraganda að Vaðlaheiðargöngunum og fékk bágt fyrir það hjá norðlenskum þingmönnum sem sökuðu m.a. félagið og framkvæmdastjóra þess um að leggja fæð á landsbyggðarfólk og sérstaklega þó Akureyringa.
27.09.2016
Hjá yfirvöldum í London er versta dísilreykmengunin ekki lengur rakin til bíla og umferðar fyrst og fremst, heldur til byggingariðnaðar. Mikil þensla er í byggingariðnaðinum þar um þessar mundir og stærsti einstaki hluti dísilmengunarinnar í borginni er rakinn til mikilla byggingaframkvæmda út um alla borg.
27.09.2016
BBC hefur samið við bandaríska leikarann Matt LeBlanc um að hann verði aðalstjórnandi og -kynnir tveggja nýrra raða sem gerðar tvö næstu árin í bílatengdu skemmtiþáttaröðinni TopGear. Matt LeBlanc var einn þeirra sem ráðnir voru að TopGear eftir að Jeremy Clarkson var rekinn og meðstjórnendur hans, þeir James May og Richard Hammond hættu í kjölfar þess
23.09.2016
Kjöri á bíl ársins var lýst í gær af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) og hlaut bíllinn Renault Talisman verðlaunin í ár.
21.09.2016
Það gengur frekar hægt að uppfæra milljónir dísilvéla Volkswagen og koma þeim í löglegt lag – vélarnar sem voru forritaðar með hugbúnaði sem fegraði stórkostlega útblásturs- og mengunargildi vélanna – nema þegar bílarnir voru mengunarmældir inni á verkstæðum og skoðunarstöðvum.
19.09.2016
I dag er nákvæmlega eitt ár síðan dísilhneyksli Volkswagen – oft kallað Dieselgate – komst í hámæli vestur í Bandaríkjunum. Margir áttu erfitt með að trúa því að öflugt bílaframleiðslufyrirtæki hefði markvisst falsað gerðarviðurkenningartölur með því að koma fyrir sérstökum búnaði í bílum í því skyni. En það var einmitt það sem gert var. Hversvegna?